KVENNABLAÐIÐ

ABBA kemur saman á ný!

Þetta eru spennandi fréttir fyrir ABBA aðdáendur, en hin heittelskaða hjómsveit níunda áratugarins hefur nú tilkynnt að þau Agnetha Faltskog, Bjorn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad eru í stúdíói að taka upp nýja tónlist. Þau tilkynntu þetta á samfélagsmiðlinum Instagram en þau hafa nú þegar tekið upp tvö lög sem „Abbatars.“

Auglýsing

Hljómsveitin átti níu lög á topplista í Bretlandi frá árunum 1974-1980 og seldi hundruðir milljóna platna út um allan heim.

Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Við ákváðum þetta ekki, en okkur fjórum fannst að eftir 35 ár gæti verið gaman að sameina kraftana á ný og fara í stúdíó.“ ABBA gerði það og fannst þeim öllum sem þau hefðu aðeins skroppið í smá frí. „Frábær reynsla!“ segja þau. „Útkoman var tvö lög og annað þeirra ~I Still Have Faith In You“ verður frumflutt í sérstökum þætti NBC og BBC í desember.

Auglýsing

ABBA sló í gegn eftir að pörin tvö (þau voru einu sinni gift, bæði) tóku þátt í Eurovision árið 1974 og sungu „Waterloo.“ Í kjölfarið seldu þau meira en 380 milljómn platna um allan heim, en þau hættu samstarfi árið 1982.

Meðan stór-hittara má nefna The Winner Takes It All, Dancing Queen, Take A Chance on Me og Gimme Gimme Gimme.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!