KVENNABLAÐIÐ

Leikaraparið Rachel Weisz og Daniel Craig eiga von á sínu fyrsta barni saman!

Leikkonan Rachel Weisz (48) tilkynnti gleðifréttir í viðtali við New York Times, og sagði: „Það mun sjást á mér fljótlega. Daniel og ég erum svo glöð. Við munum eignast litla manneskju. Við getum ekki beðið eftir að hitta hann eða hana. Þetta er allt stór ráðgáta.“

Auglýsing

Rachel á fyrir einn 11 ára son, Henry, með leikstjóranum Darren Aronofsky. Þau voru að hittast á árunum 2001 – 2010. Daniel sem er fimmtugur á 25 ára dóttur, Ellu, með leikkonunni Fiona Loudon.

Auglýsing

Rachel fór að hitta James Bond leikarann Daniel í desember árið 2010 og gengu þau í það heilaga í New York í júní 2011. Rachel hefur verið mikil talskona þess að halda hjónabandinu frá kastljósi fjölmiðla: „Þú gerir það að þínu. Það er mjög persónulegt, það er mjög prívat. Ég held að mitt sé ekki neitt sérstakt fyrir utan það að við erum bæði þekkt. Ég hélt að ég myndi aldrei gifta mig. Það var engin sérstök ástríða. Ég var eiginlega þveröfugt. Ég tengdi ekki við rómantískar myndir- hjónaband virðist alltaf vera markmiðið með þeim. Svo bara gerðist það, gleðilega, á mjög þroskaðan hátt.“

Heimild: Hello

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!