KVENNABLAÐIÐ

Leonardo DiCaprio er að „svelta sig“ fyrir nýtt hlutverk

Leikarinn Leonardo DiCaprio er í stífu prógrammi þessa dagana sem er að gera líf hans að helvíti. Vill hann vera í sínu allra besta formi fyrir nýja mynd Quentin Tarantino og hefur því ráðið toppþjálfara til að sparka í rassinn á sér: „Leo hefur skipað þjálfurunum sínum að ýta honum að brúninni til að vera í geggjuðu formi fyrir myndina,“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Það eru orðin tvö ár síðan Leo lék í mynd og hann veit að hann þarf að líta sem best út, sérstaklega þar sem hann þarf að vera ber að ofan í myndinni.

Vinir stjörnunnar segja að hann sé að „svelta sig núna“ og hann geri „æfingar sem eru eins og í hernum, m.a. 100 armbeygjur í einu til að hann verði eins skorinn og hægt er.“

Auglýsing

Leo er samt lýst sem lötum, feitum manni föstum í líkama kvikmyndastjörnu: „Hann þolir ekki að þurfa að hætta í pasta og eftirréttum og meira að segja hættur að veipa. Ef hann fengi að ráða væri hann í lúgunni á McDonald’s!”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!