KVENNABLAÐIÐ

Drengurinn sem er í stöðugri lífshættu vegna sjálfs sín: Myndband

Ungur drengur á í daglegri baráttu við sjaldgæfan sjúkdóm sem lætur hann valda sjálfum sér stórtjóni. Davey Wicklund er aðeins 11 ára og er frá Washingtonríki, Bandaríkjunum. Þjáist hann af sjúkdómi sem hefur áhrif á alla vöðvavirkni, kallaður Lesch Nyhan. Móðir Davey, Jaren segir: Lesch Nyhan heilkennið er í raun lömun af völdum heilaskaða en Davey er með sérstaklega slæma birtingarmynd. Hann getur ekki staðið, gengið, hann getur ekki haldið höfði lengi sjálfur. Hann hefur vöðvastyrk en getur ekki stjórnað hreyfingunum.“

Auglýsing

Foreldrarnir hafa þurft að endurhanna heimilið upp á nýtt til að tryggja að Davey skaði ekki sjálfan sig og að ýmsu þarf að huga: Spelkur á hendur, pokar til að setja fæturnar í og bitstykki til að koma í veg fyrir að hann valdi bitskaða í munni.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!