KVENNABLAÐIÐ

Því lengri tíma sem tekur að svara skilaboðum, því minni áhuga hefur manneskjan á þér

Því miður: Það ert ÞÚ. Ímyndaðu þér að þú hafir hitt manneskju sem þér líkar afskaplega vel við. Þú talar við hana, ert með símann hennar og þú hefur sest niður og skrifað sms eða skilaboð til hennar á samfélagsmiðli. Vandlega orðað skeyti sem þú þurftir að manna þig upp í að skrifa.

Það sem kemur næst eða kemur kannski ekki – svarið sem þú beiðst eftir getur valdið þér kvíða og vangaveltum. Störurnar á símann, biðin, ætli manneskjan sé farin í ferðalag eða sé horfin af yfirborði jarðar? Þessu hefur þú enga stjórn á.

Auglýsing

Við höfum skilaboð af þessi í hávegum, en hvað má lesa úr þeim. Dr Max Blumberg er sálfræðingur sem sérhæfir sig í samskiptum og samböndum. Segir hann hvað það þýðir að svara seint, eða mjög snemma.

Góðu fréttirnar og slæmu fréttirnar

Samkvæmt Dr Blumberg er tíminn sem tekur að svara í samræmi við áhuga manneskjunnar á þér: „Skilaboðasendingar geta hraðað ferlinu mjög eins og margir vita. Ef einhverjum líkar við þig eru allar líkur á að hann svari fljótt.!

 

Kennir hann þó nútímasamfélagi einnig um hvernig við svörum skilaboðum: „Fólk á einnig til að svara fljótt því við erum undir stöðugu áreiti. Við erum alltaf við og þegar einhver sendir skilaboð eigum við til að svara strax, sérstaklega ef hinn aðilinn sér að þú hefur séð skilaboðin. Ef manneskjan tekur tíma í að svara þýðir það yfirleitt ekkert gott.

Það er lítið sem hægt er að gera í slíku: „Tíminn sem fólk tekur sér í að svara boði byggist líka á hversu eftirsótt manneskjan er. Ef hún fær fullt af boðum er líklegra að hún sé seinni til að svara,“ útskýrir Dr Blumberg. „Í undirmeðvitundinni flokkum við fólk eftir persónuleika, hvort það er aðlaðandi, hvort það er efnað, hátt sett, gáfað og svo framvegis. Við leitum að svipuðum þáttum hjá okkur sjálfum og við gefum fólki einkunn þegar við hittum einhvern fyrst. Svo berum við þá „einkunn“ saman við okkur sjálf.“

Auglýsing

Ef þú t.d. gefur einstaklingi háa einkunn og finnur að þið eigið vel saman, mun það hafa áhrif á hversu fljótt þú svarar þessum einstaklingi. Ef þú telur að hann sé með hærri einkunn en þú á slíkt hið sama við viðbragðstímann.

Auðvitað getur líka verið að manneskjan hafi lágt sjálfsmat eða of hátt, sem þýðir að hún sér sig ekki eins og aðrir sjá hana – þ.e. hún myndi fá hærri eða lægri einkunn í augum annarra.

„Svo,“ segir Dr Blumberg continues: „Ef þú sérð mun eldri mann með mjög ungri konu, telur þú að það séu peningar í spilinu. Þetta er einnig ástæðan fyrir að fólk sem hefur of háar hugmyndir um sig sjálft endar eitt um miðjan aldur, enginn hefur verið nógu góður.“

Er einstaklingurinn kannski í fríi? Eða mjög upptekinn?

Dr Blumberg er mjög skýr í þessu svari: „Fólk hefur oftast samband um leið og það getur. Ef einhver dregur lappirnar eru nokkrar ástæður fyrir því. Engin af þeim er skemmtileg að heyra. Jú, auðvitað gæti það verið í fríi eða að leika leik en langoftast er ástæða fyrir að það vill ekki svara.“

Konur leika leiki frekar en menn

Í gagnkynhneigðum samböndum eru oftar konurnar sem leika leikinn, skv. Dr Blumberg: „Konur láta ganga á eftir sér því það er í genunum. Þróunin hefur verið þannig: „Við göngum með börnin, þannig maðurinn þarf að sanna sig. Ef kona svarar karlmanni fljótt, þýðir það oftast að hún hefur mikinn áhuga!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!