KVENNABLAÐIÐ

Þetta eru bréf sem menn sem beittu kærustur sínar ofbeldi skrifuðu þeim: Það sem gerðist svo er hryllilegt

Hvað ef þú værir í alvörunni ástfangin af manni sem beitti þig líkamlegu ofbeldi? Og þú tryðir því að hann gæti breyst. Og hann segði þér að hann muni breytast.

Vida Mujer eru sjálfboðaliðasamtök í Perú, sem vinna í þágu réttinda kvenna.
Bókin ,,Ekki deyja fyrir mig“ kom út á þeirra vegum sem sýnir hrákaldann veruleika þeirra sem eru í ofbeldissambandi.

 
Auglýsing

Bókinni er skipt í tvo hluta – annar er hvítur, hinn svartur.

Hvíti hlutinn inniheldur 25 afsökunarbréf, tölvupósta og sms skilaboð, skrifuð af ofbeldismönnum til þeirra kvenna sem þeir brutu gegn. Bréfin eru svo sannfærandi að maður trúir þeim í augnablik.

Svarti hlutinn hins vegar upplýsir um hryllinginn sem fylgdi í kjölfarið.
Bókin sýnir fram á hversu erfitt það getur verið að losna úr ofbeldissambandi.

Andrea

Tölvupóstur til Andreu:

Ástin mín, ég bið þig innilega að fyrirgefa mér!!!
Það sem gerðist í gær var ekki eitthvað sem ég ætlaði mér að gera.
Þú veist ég elska þig og þrátt fyrir þessi mistök mín þá get ég sagt þér að þetta mun aldrei endurtaka sig!!!
Ég mun aldrei drekka aftur, ég sver það.
Þú ert það eina sem skiptir máli í lífi mínu.
Veistu, ég get ekki sofið fyrir því sem ég gerði þér, við erum búin að vera saman í mörg ár og þú veist að ég elska þig.

Þú ert drottningin mín, þú munt alltaf verða drottningin mín, þú ert konan mín, engin önnur getur komið í þinn stað.

Gerðu það, hugsaðu málið, ef þú ert tilbúin þá mun ég sanna fyrir þér að ég get breyst.
Ég sver það.
Ég elska þig.
Fyrirgefðu mér!!
Fyrirgefðu mér!!!

Giankarlo,
Sá sem elskar þig mest í heiminum

 
Auglýsing
Nokkrum mánuðum seinna varð Andrea fyrir alvarlegum skaða á höfði þegar Giankarlo, eiginmaður hennar og höfundur þessa tölvupósts, lamdi hana með verkfæratösku.

Milagros

Skilaboð til Milagro:

Ástin mín, þú veist að það sem við eigum saman er einstakt.
Enginn annar á það sem við eigum saman.
Þess vegna verðum við að passa vel uppá það sem við eigum

SamanAðEilífu Ástiiiiiiiin Mín

Carla

Auglýsing
Tölvupóstur til Cörlu:

Elsku Carla.
Ég er sorgmæddur.
Ég er sorgmæddur vegna þess að ég er ekki lengur við hlið þér.
Ég er sorgmæddur vegna þess hvernig ég brást þér. Ég ætlaði aldrei að vanvirða þig á þennan hátt. Ég missti stjórn á mér, en það mun aldrei gerast aftur.
Vegna þess að ég elska þig.
Án þín mun ég deyja, Carla.
Ég sver að þetta mun aldrei gerast aftur.
Ég óska þess að við munum geta gleymt þessu kvöldi.
Gleymt þessu atviki.
Snúið við blaðinu og haldið áfram, saman.
Þú og ég.
Carla, þú ert stóra ástin í lífi mínu og ég er þín.
Við megum ekki láta þessi kjánalegu mistök binda endi á allt það sem við eigum saman.
Ég elska þig.
Ég dái þig.
Ég þarfnast þín.

Victor

Ári síðar kýldi Victor svo fast í magann á Cörlu að hún missti fóstur. Carla getur ekki eignast börn eftir árásina.
„Bókin sýnir hvernig konur upplifa óöryggi eftir barsmíðarnar og halda jafnvel að þær hafi gert eitthvað af sér eða eigi sökina á því hvernig fór. Þær eru því tilbúnar að fyrirgefa verknaðinn og halda áfram að treysta árásarmanninum” segir Julia Calderon, stofnandi Vida Mujer.
Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!