KVENNABLAÐIÐ

Átta ógeðslegustu hlutir sem fundist hafa í matvælum

Stundum er kannski betra að vita ekki hvað er í matnum mans. Ef það er eitthvað sem hræðir fólk er það að finna aðskotahlut í matnum sínum. Ef þú pantar samloku án sósu og hún kemur með sósu…það er allt í lagi, mistök. Ef þú pantar hamborgara og færð sprautunál? EKKI í lagi!

Hér eru átta hlutir sem fundist hafa í mat og þú getur bara beðið um að finna þá aldrei í matnum þínum!

Smokkur

Hvað er verra en að finna smokk í matnum sínum? Að kafna næstum í smokki! Kona nokkur tók bita af eggjabrauði á IHOP í Homewood, Alabamaríki, og beit í smokkinn. Veitingahúsakeðjan neitaði að hafa framreitt matinn með smokknum í, en konan stóð við sitt: „Meðan ég var að borða matinn fann ég að eitthvað var í honum sem olli mér erfiðleikum við að anda,” segir konan í málsvörn sinni en málið fór (að sjálfsögðu) fyrir rétt. Konan hljóp ásamt barnabarni sínu á salernið. Í málsskjölum segir: „Reyndi hún að framkalla uppköst til að ná hlutnum úr hálsinum. Þegar það virkaði ekki reyndi hún að ná hlutnum með fingrunum, toga (smokkinn) út.”

mus fors

Dauð mús

Kona sem kom við á 7 Bar and Grill í Amarillo, Texasríki, fann dauða mús í salatinu sínu. Kál? Gúrkur? Líkið af Mikka mús? Allt var þar til staðar…

Eigendur staðarins voru fljótir að biðja konuna afsökunar og við getum varla ímyndað okkur hvað þurfti mörg gjafabréf til að fá hana til að koma aftur. Rannsókn fór af stað til að sjá hvað fór úrskeiðis.

Auglýsing

Mikið fjölmiðlafár varð vegna málsins (líkt og hér á landi þegar mús fannst í salati frá Fresco) og framkvæmdastjórinn í Texas kom fram í fréttum og sagði: „Ég vil bara láta ykkur vita að það er algerlega óhætt að borða hjá okkur! Hreint umhverfi, komið með alla fjölskylduna, borðið kvöldmat, horfið á fótboltaleika og njótið ykkar,” sagði hann. Hver myndi trúa því á þessum tímapunkti?

Ormar

Þrátt fyrir að þú sért mikill fisk-aðdáandi eða kannski aðdáandi þáttanna Fear Factor er ekki spennandi tilhugsun að borða orma með matnum þínum.

Kona nokkur í Detroit í Bandaríkjunum kom við í Whole Foods til að kaupa þorsk. Þegar hún var að setja krydd á hann sá hún orm. Vissi hún ekki hvort hann var lifandi eða dauður, enda skiptir það litlu máli, en hún sá hluta af honum fara í gegnum þorskinn.

Whole Foods brugðust við með því að segja að ormurinn væri í raun þráðormur sem væri algengur í fiski. Hann væri ekki skaðlegur þegar fiskurinn væri eldaður við a.m.k. 140°C. Hvort sem það var öruggt eða ekki endurgreiddi Whole Foods peninginn.

Fingur

Fjórtán ára drengur í Jackson, Michiganríki, tók bita af roast beef samlokunni sinni á veitingastaðnum Arby’s og uppgötvaði að hann hafði í raun bitið í fingur…af manneskju. Starfsmaður hafði verið að skera kjöt og skorið framan af fingri en þegar hann fór á spítalann höfðu aðrir starfsmenn ekki hugmynd um að atvikið hefði gerst…og kannski væri fingur í matnum. Vitni sagði: „Það var sem bakhluti fingurs hefði farið upp í drenginn, fyrir aftan fyrsta hnúa.”

Auglýsing

Starfsfólk veitingastaðarins þreif staðinn frá a-ö en drengurinn var „í áfalli” vegna „áleggsins.”

mat fr

Lirfur

Fjölskylda í Omaha, Nebraskaríki fékk meira en bara súkkulaði þegar hún opnaði konfektkassa frá Ferrero Rocher sem keypt var í Walmart. Ormar skriðu út úr súkkulaðinu og voru það Indian Meal fiðrildislirfur.

Ferrero Rocher svaraði ásökuninni og sagði að um sjaldgæfa plágu hefði verið að ræða, sem væri þó frekar algeng í súkkulaði- og matarframleiðslu þar sem pakkningarnar gætu gert þau viðkvæmari en önnur fyrir smiti: „Meindýr geta fundist í öllu konfekti á markaðnum í dag, nema það sem er úr gleri eða áli.”

m tönn

Tönn

Við höfum öll heyrt um að sælgæti sé slæmt fyrir tennurnar en hugsaður þér þetta: Kona í Brownsboro, Texasríki beit í tönn sem var í Milky Way súkkulaði sem hún var að gæða sér á. Ekki er víst hvort um var að ræða tönn úr manneskju eða dýri.

Hún skemmdi engar tennur sjálf, en hún skrifaði bréf til Mars fyrirtækisins sem á Milky Way. Þeir vildu gera eitthvað fyrir hana og báðu hana afsökunar og gáfu henni gjafabréf.

„Alltaf þegar ég hugsa um þetta verður mér óglatt. Ég fer að hugsa um hvaða hluti ég gæti bitið í.”

Mars sendi frá sér yfirlýsingu og sagði: „Mars vörurnar eru allar prófaðar og framleiddar af ströngnum stöðlum. Við erum örugg í gæðum í okkar framleiðslu.”

m lung

Lunga

Steikur kjúklingur er kannski ekki hollasta fæða á jörð en hún er góð! Fyrir utan þegar þú finnur lunga í henni. Ástralskur maður pantaði þrjá kjúklingabita og fékk bónus: Lunga. Hann beit bita af fuglinum og sá að eitthvað var ekki eins og það átti að sér að vera…lunga var hluti af þessu. Hann sagði starfsmönnunum strax frá og þau sögðu þetta sennilega vera lunga. Veitingastaðurinn vildi ekki greiða manninum til baka og sögðu honum einungis að hafa samband við viðskiptavinaþjónustuna.

Köngulær

Kannski er ekki svo sniðugt að velja lífrænt. Kona sem kaypti lífræn vínber í matvörubúð gæti einmitt verið að hugsa hið sama eftir að kaupa lífræn vínber með „svartri ekkju” í . „Þegar ég var að skola vínberin var eitthvað um köngulóarvefi. Ég fór að stressast því ég hef heyrt um köngulær í vínberjum svo ég náði í ruslafötuna og ha – það var risastór svört ekkja á botninum!”

Maður konunnar reyndist vera hetja og drap köngulóna. Konan hafði þó engan áhuga á að hefja málsókn vegna málsins. Matvöruverslunin bauðst til að greiða henni til baka en hún sagðist ekki vilja það – bara að maturinn væri öruggur fyrir hana og fjölskylduna.

Heimild: Oddee.com