KVENNABLAÐIÐ

Það sem enginn vill segja feitum stelpum… svo ég segi það

 

 (Allar myndir eftir  Liora K)

Það sem ég vildi að ég hefði vitað fyrr, Það sem ég lærði gegnum lífið.
Það sem fólk virkilega þarf að tala meira um:
———————————————————


Það eru allir með fiturúllur þegar þeir beygja sig. Allir. Byrjum bara strax á að koma þessu frá. Á síðustu mánuðum hef ég verið með 30 naktar konur, allt frá ofur grönnum upp í vel stórar í rúminu mínu og ég fékk fær allar til að faðma hnén. Þú trúir þessu ekki… ALLAR VORU MEÐ FITURÚLLUR. Ekki ein af þeim var undantekning. Meira að segja hávaxna atvinnumódelið var með rúllur á maganum. Magamyndirnar urðu að eiginlega uppáhalds myndunum mínum úr verkefninu… þannig að hættu að finnast þínar slæmar og reyndu að sætta þig við (eða þorðu að faðma) þær!

Þegar fólk segir að þú sért æðislega flott, trúðu þeim. Ég geri það sjaldnast og það er skömm að því. Þegar fólk er einlæglega að hrósa þér, er það vegna þess að það sér það sem það er að segja. Reyndu að hunsa ekki þeirra sjónarhól sem rangan og gera ráð fyrir að þú vitir betur. Það er að sjá þig alla. Við sjáum gallana okkar. Trúðu þeim.

Auglýsing

„Handleggjaspik er vandræðalegt.“ Nei það er það ekki, svo éttu það sem úti frýs. Nei ekki þú, fólkið sem segir þetta við okkur kjáni.

Þú ert ekki glæsileg þrátt fyrir líkamann þinn. Þú ert glæsileg út af líkamanum þínum.  Það er mikilvægur munur á þessu. Ég ólst upp í menningu sem flokkaði „óaðlaðandi“ konur sem „sérstaka anda“. Niðurlægjandi flokkun sem gaf til kynna að það eina sem væri einhvers virði væri innra byrðið. Auðvitað erum við meira en líkamar okkar, en líkamar okkar eru líka fallegir hlutar af okkur. Fegurðin kemur bæði að innan OG utan. Ég er sannur fylgjandi þess að hver einasta manneskja sé falleg og þannig verður innra byrðið mikilvægast þegar kemur að heilsteyptri „fegurð“.

Gaurar geta allveg gripið þig upp af jörðinni án þess að fá í bakið. „Bíddu, haaaa? Þú ert að bulla.“ Nei. Var að gerast í fyrsta skipti á … sex árum? Ég er þónokkuð þyngri en ég var fyrir sex árum, þannig að þegar ég hljóp upp að vini mínum Eric til að fá knús og hann vippaði mér upp með hælana á lofti… þá missti ég bara andann. Ég var búin að gleyma að þetta væri möguleiki; var búin að samþykkja líf án lyftinga. Hvílíkt hressandi. Eric slasaðist ekkert og ekki ég heldur.

Þú þarft ekki að stunda líkamsæfingar á hverjum degi til að bæta andlega líðan. Margir halda að manneskja sem er feit þurfi að stunda eins miklar æfingar og hún geti til að sanna að hún sé nógu staðföst í að verða „minna feit“. Eins og það að sætta sig við líkaman eins og hann er væri synd eða kjánaskapur.  Jú, líkamsæfingar gefa yndislegar líkamlegar og andlegar gjafir, en þú skuldar ekki neinum öðrum að hafa fyrir að breyta líkamanum nema þú viljir það sjálf. Þú þarft ekki að breyta þér til að vera í lagi. Punktur.

Þú mátt allveg verða skotin í sjálfri þér, ég lofa. Verður það kvíðvænlegasta sem þú munnt nokkurn tíman gera, og það er allt í lagi. Þetta verður líka frábærasta (kannski mjög hægvirk samt) lífsreynsla þín hingað til og það er í fínu lagi. Þú verður ekkert sjálfselsk eða hégómafull. Eingöngu frelsuð í hverri merkingu þessa orðs.

Það er líka í lagi að eiga daga þar sem þú elskar sjálfa þig ekki. Lestu þetta. Nei í alvörunni. Lestu. Og áttaðu þig svo á að við höfum alist upp við að læra og beina inn á við því viðhorfi að við séum ekki í lagi alla daga ævi okkar. Hjá mér eru það 26 ár af sjálfshaturskennslu og heilaþvotti. Það á eftir að taka miklu lengri tíma en þú heldur að snúa við þessum þankagangi og á alls ekki eftir að gerast yfir nótt. Leyfðu þér að eiga „veika“ daga. Gráttu, syrgðu, kjökraðu, kastaðu hlutum. Hvað sem þú gerir, hristu það svo af þér, stattu upp, gefðu fjölmiðlunum  miðfingurinn og haltu áfram vegna þess að þú ert bardagamanneskja.

Brjóstin á öllum eru ójöfn. Ef þú ert með stór brjóst, eru þau jafnvel mjög ójöfn. Engar áhyggjur. Þetta er fullkomlega eðlilegt.

Það er til fólk sem fílar stærri konur. Og ég meina allar tegundir af stærri. Ég hélt að besti sénsinn sem ég hefði væri að finna maka sem myndi sætta sig við fituna mína. Bíddu. Gefðu mér smá tíma til að hengja haus og hrista hann yfir sjálfri mér. Ekki er bara til fólk sem dáir „þykkar“ konur, heldur er raunin að FULLT af þeim kjósa þær frekar. Það sem ég er að reyna að segja er aftur þetta þrátt fyrir vs vegna viðhorf. Hér er það sem þú þarft að gera: þú þarft EKKI að sætta þig við elskhuga sem finst líkami þinn „allt í lagi“. Þú hefur réttinn til (og miljónir tækifæra) að finna manneskju sem er heillaður af þínum líkama. Þú átt skilið að vera dýrkuð, kona!

Feitar gellur taka í heita gaura… OFT OG MÖRGUM SINNUM. Auðvitað er hvað fólki finst heitt afstætt og fer eftir hvern þú ert að tala við, en svona í þessu tilfelli skulum við gera ráð fyrir þessum „almennt aðlaðandi“. Þú veist þessa sem feitar gellur eiga ekki rétt á? Við viljum öll láta eins og við vitum ekki hvað ég er að tala um en sleppum látalátunum, við vitum það vel. Sú staðreynd að „feitar gellur sofa hjá heitum gaurum“ var ein af kraftmestu uppgötvununum sem ég hef orðið fyrir nýlega. Vitandi það, vissi ég að það yrði tölfræðilega að vera einhver sem fyndist ég vera aðlaðandi en mengið væri minna (útaf líkamanum) og örugglega fullt af strákum sem mér fundust ekki persónulega heitir. Þannig að ég þyrfti að sætta mig við hvern sem myndi taka mér. Ég meina hvernig myndi almennt gómsætur gæji (hávaxinn og með tattú auðvitað) geta fílað feita gellu? Jahhá sko leyfðu mér að segja þér svolítið.

Auglýsing

Gegnum allskonar vefsíður, svæði, atburði, partý og í búðinni á horninu, fann ég yfir hundrað menn sem gátu ekki beðið eftir að kynnast okkur betur. Ég var sú sem þurfti að velja gegnum og sortera þá heitustu af heitustu. Stúlkur, yfir hundrað. „Girls“ sýndu okkur hvað samfélaginu finst um það þegar Hannah átti rómantíska helgi með aðlaðandi og ríkum lækni. Fólk tapaði sér. „Patrick Wilson myndi aldrei sofa hjá Lenu Dunham“ greip mig strax. Konan hans Wilson svaraði því kjaftæði hérna, en þetta tíst segir meira en margt um hvað meirihluta fólks finst um hvað óhefðbundnar konur eiga skilið. Arg hvað það er pirrandi. Ég ætla ekkert að fara út i smáatriðin varðandi hvernig umferðin er í svefnherberginu hjá mér en segjum bara þetta,  heitustu gaurarnir í mínu umhverfi er mér ekkert óþekktir. Alla vega, þjóðsagan um að óvenjulegir líkamar geti ekki tengst við almennt aðlaðandi líkama er röng. Konur þurfa að vita að allar líkamsgerðir eru samhæfanlegar.

Að stunda kynlíf ofaná mun EKKI kremja innyflin á honum. Treystu mér bara, óttinn er algerlega ástæðulaus.

Að klæðast því sem þig langar til er pólitísk yfirlýsing. Komdu með í byltinguna. Hentu tískureglunum út um gluggan. Farðu í tútú pils, vertu í láréttum röndum. Vertu í túrkislituðu þröngu gallabuxunum. Vertu í gagnsæju skyrtunni, farðu í bikini. Farðu í joggingbuxurnar. Skelltu þér í blússuna sem öskrar “ „er ég feit í þessari skyrtu?“. Farðu í hvað svo sem þér líður vel í. Þetta er þitt líf.


Þú ert andskoti falleg. Ég segi þetta án hiks og með virkilega djúpa augnsvipnum þar sem ég held augnsambandi of lengi. Ég veit að þér líður ekki eins og þú passir í fegurðarflokkinn sem heimurinn bjó til. Ég veit að það er erfitt. Ég veit að það er dagleg barátta. En þeir meiga eiga fasísku fegurðar standardana sína. Um leið og þú hættir að leita að granna módelinu í speglinum og byrjar að horfa á ÞIG… ferðu að kunna að meta hvað þú ert. Hættu að leita að göllum. Hættu að horfa á mismuninn. Þú ert fullkomin. Þú ert algerlega nóg. Þú ert það besta sem hefur komið fyrir þig og þú ert andskoti falleg.

Þýtt úr grein eftir awesome feitu gelluna The Militant Baker.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!