KVENNABLAÐIÐ

Rakel Pálsdóttir: „Held áfram að taka þátt í Eurovision þar til ég kemst út!“

Nú mun forkeppni Söngvakeppni sjónvarpsstöðvanna fara fram innan nokkurra vikna í sjónvarpi allra landsmanna. Við ákváðum að heyra í nokkrum sem hafa lag í undankeppninni og Rakel Pálsdóttir svarar nokkrum spurningum varðandi keppnina og hennar framlag, lagið Óskin mín.

Hvernig kom til að þú eigið lag í forkeppni Eurovision í ár?
Ég fékk skemmtilegt símtal frá Hallgrími (Bergssyni) sem samdi lagið. Ég og Una tengdadóttir hans erum fínar vinkonur og hún mælti með mér fyrir þetta lag ?

Um hvað fjallar lagið?
Lagið var samið þegar Hallgrímur varð afi og nýjar tilfinningar sem verða til. Þegar maður verður foreldri, afi eða amma þá óskar maður sér að nýja barnið eigi gott líf og elti sína drauma. Það er fallegur boðskapur í þessu lagi og textinn einstaklega fallegur. Allir eiga sér jú drauma og lagið er hvatning til þess að elta drauma sína, trúa á sjálfan sig og láta ekkert stoppa sig.

Hver er bakgrunnur þinn í tónlist?
Ég hef sungið alla mína ævi en opinberlega fyrst þegar ég varð unglingur. Ég sigraði Söngkeppni Samfés árið 2004 og þá byrjaði boltinn að rúlla. Í kjölfarið fór ég í söngnám í Tónlistarskóla FÍH, kynntist fullt af fólki í þessum bransa og þá var ekki aftur snúið. Ég hef sungið bakraddir með þekktum tónlistarmönnum hér á landi eins og Stuðmönnum, tónleikum á vegum Rigg viðburða, Röggu Gröndal, Láru Rúnars og fleirum. Ég stofnaði hljómsveitina Hinemoa með vinkonu minni henni Ástu Björgu en ég sagði mig úr þeirri hljómsveit til að einblína meira á sóló verkefni.

Auglýsing
Er þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í Söngvakeppninni?
Nei, þetta er í fjórða skiptið sem ég tek þátt í Söngvakeppninni. Ég söng fyrst bakraddir hjá Gretu Mjöll árið 2014, söng svo með Hinemoa 2015, dúett með Arnari Jónssyni árið 2017 og svo núna sem sóló söngvari 2018. Þannig að núna er ég búin að prófa allt. Þetta er allt svo skemmtilegt. Maður kynnist svo skemmtilegu fólki og svo fær maður hellings reynslu, að standa á sviði fyrir framan þjóðina og syngja.

Auglýsing

Hvað myndi það þýða fyrir þig að fara áfram fyrir Íslands hönd?
Það væri alveg hreint magnað! Ég stefndi alltaf á það og geri enn. Ég held áfram að taka þátt þar til ég fer út, þangað til losnið þið ekki við mig ?

Hvaða lag finnst þér sigurstranglegast…fyrir utan þitt að sjálfsögðu! 
Mér finnst Fókus hópurinn með sterkt lag, þau eru öll svo hæfileikarík og svo eru þau sjúklega skemmtileg!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!