KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að Disney World hefur fjarlægt „ónáðið ekki“ spjöld af hótelinu sínu

Disney World í Flórídaríki hefur bannað „ónáðið ekki“ (e. „Do Not Disturb“) spjöld á dyrum á hótelherbergjunum sínum. Hafa þau verið tekin niður í fjórum hótelum keðjunnar, Polynesian Village Resort, Grand Floridian Resort & Spa, Contemporary Resort og Bay Lake Tower hótelunum.

Auglýsing

ddd

Er búist við því að þau verði fjarlægð af öllum hótelum keðjunnar á næstunni. Gestir fá þess í stað spjald sem segir: „Herbergi upptekið“ eða (e. „Room Occupied“) í staðinn sem leyfir ræstiteymi og starfsfólki hótelsins að fara inn í herbergin samkvæmt nýrri stefnu hótelanna: „Þau verða að banka áður en þau fara inn, en geta samt farið inn,“ segir í dagblaðinu Orlando Sentinel. Hefur gestum verið tilkynnt þetta frá því í síðustu viku.

Auglýsing

Álitið er að ákvörðunin sé viðbrögð við skotárásinni í Las Vegas í október á síðasta ári, þrátt fyrir að Disney vilji ekki staðfesta það. Byssubrjálæðingurinn Stephen Paddock myrti 59 manns og særði 500 með því að skjóta frá herbergi sínu á 32. hæð. Hafði hann ótrúlegt magn skotvopna og skota í herberginu sínu áður en hann lét til skarar skríða. Það uppgötvaðist þó ekki þar sem hann lét spjaldið „ónáðið ekki“ hanga utan á hurðinni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!