KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Pink sagðist ætla að giftast afrískri konu og svar Pink var frábært!

Söngkonan Pink hefur alltaf verið þekkt fyrir að koma til dyranna eins og hún er klædd og uppeldi barna hennar endurspeglar það svo sannarlega. Hún vill gefa þeim rými og frelsi til að vaxa. Willow, hin sex ára dóttir söngkonunnar sagðist ætla að giftast afrískri konu og mættu foreldrar taka sér svarið til fyrirmyndar.

Auglýsing

dottir pink 2

Í viðtali við breska dagblaðið The Sunday People, sagði Pink að hún væri að reyna að búa til „merkimiðalaust“ heimili og minntist ákveðins atviks með Willow:

Í síðustu viku sagði Willow mér að hún ætlaði að giftast afrískri konu. Ég sagði þá: „Frábært, geturðu þá kennt mér að búa til afrískan mat?“ og þá sagði hún: „Auðvitað mamma, við ætlum að búa hjá þér þangað til húsið okkar verður tilbúið.“ Ég var bara „hvað í fja*** ertu eiginlega? Hver á að borga fyrir það?“

Auglýsing

Söngkonan tjáði sig líka um kynjalaus baðherbergi í skólum og menntaskólum. Hún var t.d. ánægð þegar hún sá baðherbergi í leikskóla sem sagði „gender neutral“ á hurðinni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!