KVENNABLAÐIÐ

Björgunarsaga Hetju frá Hofi

Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir, segir frá afskaplega fallegri björgunarsögu ungrar hryssu sem datt ofan í jarðfall og var föst þar í tvo sólarhringa. Leiðin til bata var löng og ströng en sem betur fer hefur hún fallegan endi!

Gefum Ingunni orðið:

Langaði að segja ykku frá folaldinu henni Hetju frá Hofi. Hetja er moldótt vindótt dóttir Þyrlu frá Eyri og Þórálfi frá Prestbæ. Hún lenti í því að detta ofaní jarðfall í lok ágúst og hefur líklega verið þar í tvo sólarhringa. Fyrir ótrúlega heppni fundu eigendurnir hana og grófu upp. Kom hún til mín nokkrum dögum seinna og var þá orðin mikið veik. Með lungnabólgu, háan hita og feiknarlega mikla ígerð í öllum fótum. Lá hún milli heims og helju í 5 sólarhringa en allan tímann tíndi hún upp í fóður og drakk með hjálp.

Auglýsing

het1
het2

Auglýsing

het3

 

het4

Fyrst eftir 18 sólarhringa var hún orðin það hress að hægt svar að hjálpa henni á fœtur og gat hún staðið í nokkrar mínútur þann daginn. Húðin sérstaklega á framfótum datt af og réttisinin á vinstra framfœti gaf sig vegna ígerðarinnar. Hún þurfti því tíð umbúðaskipti og var með spelku í 2 mánuði. Allan tímann var hún eins og ljós, lá og lét gæla við sig á meðan skipt var um umbúðir sama hversu sársaukafullt þetta var.

Eftir rúma 90 daga fór hún heim og er farin að hlaupa um allt. Ótrúlegt hvað þessar skepnur okkar eru lífseigar og hvað hœgt er að grœða.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!