KVENNABLAÐIÐ

Þennan kóða vilt þú alls ekki sjá á brottfararspjaldinu þínu!

Að komast í gegnum flugvöll getur verið algert kvalræði…en það er annað sem getur stuðlað að því að þér finnst þú aldrei vera að komast um borð í þessa flugvél. Sumir farþegar, þó sérstaklega í og í gegnum Bandaríkin, geta séð bókstafina „SSSS“ á brottfararspjaldinu sínu. Þetta stendur fyrir „Secondary Security Screening Selection,” og þýðir það að þér getur verið haldið í auka 10-30 mínútur meðan verið er að leita í öllum farangrinum þínum, þú getur lent í líkamsleit og fengið óþægilegar spurningar um ferðalagið eða ferðatilhögun. Allt þetta leiðinlega sem maður vill helst forðast!

brottfar1

Ferðamenn hafa verið að lenda í þessu áður en árið 2010, en það færðist í aukana eftir 11. september 2001. Þú færð slíkan stimpil í brottfararspjaldið ef þú ert á lista hjá bandarísku alríkislögreglunni (FBI) og ert jafnvel undir smásjá vegna hryðjuverka, eða þá að „SSSS“ er prentað á spjaldið af tilviljun.

brottaa

Auglýsing

Svo virðist sem sumir séu merktir að óþörfu. Farþegar eru metnir eftir því hvort þeir geti hugsanlega verið hættulegir eða ekki. Einnig eru sumir merktir sem „áreiðanlegir“ farþegar. Þú gætir fengið bókstafina á spjaldið ef þú hefur bókað flugið seint, er bara með miða aðra leið, eða ert á ferðalagi frá landi sem talið er hættulegt. Ben Schlappig, ferðamálagúru, hefur vitnað til um það að eftir ferð til Tyrklands kom „SSSS“ fyrir á hverjum einasta brottfararspjaldi eftir ferðina.

brott3

brotta3

Það er eðlilegt að fá „SSSS“ kóðann öðru hverju á brottfararspjaldið en ef þetta gerist oftar en þú telur eðlilegt gætir þú verið á vöktunarlista vegna mistaka. Þú gætir haft samband við Traveler Redress Inquiry Program ef þú þarfnast frekari upplýsinga.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!