KVENNABLAÐIÐ

Persónuleikapróf: Hvaða inngang hræðistu mest og hvað segir valið um þig?

Flestir hafa eitthvað sem þeir óttast eða kvíða. Oft kemur kvíðinn vegna einhverrar þekktrar ástæðu, en stundum er hann ástæðulaus, að því maður heldur. Ef óttinn eða kvíðinn er ástæðulaus gerir hann ekkert annað en að setja hömlur á þig eða lífið sem þig langar að eiga – eða þá hann hindrar okkur í að líða betur með okkur sjálf.

Nú er tími til kominn að horfast í augu við óttann og fara „inn um“ dyrnar hér að neðan! Ef þig langar að vita meira um þig sjálfa/n skaltu velja innganginn/dyrnar sem vekja hjá þér mestan ótta. Svarið kann að koma á óvart!

Auglýsing

dyraprof in

 

1.Yfirgefið hús

Ef þú valdir þessar dyr ertu mjög alvarlegur einstaklingur. Þú tekur ekki ákvarðanir út í bláinn heldur skoðar þú aðstæður með öllum þínum verkfærum og þegar þú tekur ákvörðun er hún vel ígrunduð. Þú setur gildi þín og siðareglur ofar öllu öðru og býst við að fólk geri hið sama – það hugsi eins og þú. Myndin á veggnum er merki þess að þú getir verið lokuð/lokaður tilfinningalega og andlega, en ljósið við enda ganganna er merki um að annað fólk hleypi þér í gegn, svo að segja. Þú reynir að finna tilfinningalega fróun og tengingu sem ekki er bara byggð á tilfinningum heldur líka greind.

2.Stiginn

Ef þú valdir þessa mynd ertu einstaklingur sem elskar lífið. Þú ert frjáls, en hræddur við hið óþekkta og ert líka hræddur við dauðann. Þetta er líka merki um að vera hræddur við að verða grafinn lifandi. Þú vilt vera heilbrigður einstaklingur og njóta þess að borða hollan mat og hugsa vel um þig. Þú átt samt til að ofhugsa hluti en þú elskar að vera á lífi og sjá hvernig allt kemur heim og saman að lokum.

Auglýsing

3.Hellirinn

Íshellirinn er beiðni um hlýju. Þú ert hrædd/ur um að verða særð/ur og skilin/n eftir. Þessi ótti gerir það að verkum að þú ert ein/n, því þú veist hvað gerir þig hamingjusama/n í hjartanu. Þú þekkir sjálfa/n þig best. Þú þarft að finna fyrir mikilli ást, í öllum skilningi þess orðs.

4.Trékofinn

Þetta hús er það versta sem þú getur ímyndað þér. Húsið er ekki í sínu besta ásigkomulagi sem þýðir að þú hræðist að missa það sem þú hefur. Óafvitandi setur þú mikinn metnað í veraldlega hluti sem er kannski ekki besta leiðin. Þú ert ofboðslega trúr einstaklingur, heiðarlegur og „alvöru“ en þú telur ekki að allir skilji þig eða meti þig að verðleikum fyrir það. Þú sækist í veraldlegan auð í lífinu en átt til að gleyma að þú getur ekki keypt ást og hamingju, þú verður alltaf metin sem einstök manneskja, sama hversu vel stæð sem þú ert – fólk elskar þig, ekki hlutina sem þú átt.

5.Göngin

Ef göngin hræða þig ertu í mikilli tilfinningaflækju. Tilfinningar þínar eru í raun dálítið tvístraðar og þú veist ekki hvernig á að eiga við þær. Þú þarft að ná gagnsæi á þessu sviði og skilja hverjar raunverulegar tilfinningar þínar eru – með öðrum orðum þarftu að taka dálítið til í sálarlífinu. Þú ert greind manneskja en átt til að láta tilfinningarnar ráða. Þú horfir of mikið á vandamálin, en nú er kominn tími til að horfa á lausnirnar. Þú reynir alltaf að hafa allt þægilegt í kringum þig en það er líka til að þú finnir fyrir sjálfsöryggi sem kann stundum að vera falskt. Ekki dveljast við slæmu hlutina – það er alltaf ljós við enda ganganna.

6.Dyr með hlekkjum

Blái litur dyranna er mjög afgerandi í þessu, þar sem himininn er jú blár að lit. Þú leggur afar hart að þér í vinnu og setur sjálfri/sjálfum þér afar háleit markmið sem þú vinnur að. Þú ert einbeittur og ákveðinn einstaklingur sem skilur lífið og heiminn mjög vel. Þú átt samt til að gefa of mikið af þér í vinnu, svo passaðu vel upp á að taka tíma fyrir þig sjálfa/n.

Áttu niðurstöðurnar við þig? Ekki gleyma að deila með vinum og fjölskyldu!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!