KVENNABLAÐIÐ

Kim Kardashian sagði Ellen óvart kynið á nýja barninu

Kim Kardashian var í þætti Ellenar DeGeneres í gær og óafvitandi sagði hún kynið á barninu sem væntanlegt er í heiminn en staðgöngumóðir gengur með barnið. Var Kim að segja sögu af dóttur sinni, North West (4) og dótinu hennar og sagði svo „systir hennar,“ og var Ellen fljót til og sagði: „Þú varst að segja okkur að þetta er stelpa.“ Játaði Kim því við mikinn fögnuð í salnum.

Auglýsing

Þau héldu fögnuð um daginn, svokallaða „baby shower“ og var allt í bleiku en hafði hún ekki staðfest kynið.

Kim og Kanye eru ekki búin að finna nafn á dótturina en allir í veislunni skrifuðu nafn á miða sem þau ætla að íhuga: „Við erum að fríka út, við höfum ekkert nafn.“ North vill endilega nefna systurina „Star West“ en Kim er ekki hrifin af því.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!