KVENNABLAÐIÐ

Hótel sem er eingöngu fyrir fólk í ofþyngd

Í hjarta karabíska hafsins er eyja sem þekkt er sem griðland fólks í yfirstærð sem vill skemmta sér og þeim líður ekki eins og það þurfi að skammast sín. The Resort er á eyjunni Eluthera og opnaði dyr sínar fyrir tveimur árum síðan. Er búist við að þetta sé eina hótelið sinnar tegundar fyrir of feitt fólk.

ofþ2

Er The Resort orðið afskaplega vinsælt fyrir ferðamenn í yfirstærð, enda er allt miðað að því að gera dvölina sem þægilegasta. Dyrnar eru breiðari en venjulega, rúmin eru styrkt með stálbitum svo fólk sem vegur meira en 100 kíló getur auðveldlega sofið sem fastast. Stólarnir og sólstólarnir eru líka extra stórir, breiðir og gerðir úr sérstaklega styrktum við. Meira að segja salernin eru einnig hönnuð fyrir þungt fólk.

Auglýsing

James King á heiðurinn að dvalarstaðnum en hann fékk hugmyndina fyrir 14 árum eftir að hafa orðið vitni að vandræðalegu augnabliki þegar manneskja í yfirstærð braut undan sér stólinn. Eins og það hafi ekki verið nóg var hún rukkuð um 15.000 krónur: „Ég var hótelstjóri í Grenanda og sá gest brjóta sólstól. Eins og hótelreglur gera ráð fyrir þurfti hann að borga fyrir skemmdirnar.

ofþ3

James ákvað því að búa til stað þar sem fólk getur komið og notið sumarfrísins án dómhörku annarra. Gestir þurfa ekki að hafa áhyggjur að fækka fötum eða hoppa með buslugangi í sundlauginni. Hann og starfsfólkið eru meðvituð um minnimáttarkennd hótelgesta sem sækja hótelið og vilja gera dvölina sem ánægjulegasta: „Ég gat hoppað ofan í sundlaugina með látum. Ég gat legið í sólstól gerðum úr brasilískum við og þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að brjóta hann,“ segir Amy Flahery, gestur The Resort í viðtali við The Sun.

Auglýsing

ofþ4

„Ég hef brotið plaststóla og þó ég hafi hlegið var ég dauðskelkuð og óskaði þess að jörðin myndi gleypa mig,“ segir Amy ennfremur. „Þegar þú veist af hóteli sem er sérútbúið fyrir fólk í ofþyngd þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu, þú getur slakað almennilega á.“

Shawn-Marie Riley sem er kona frá Texas og vegur 170 kíló hefur svipaða reynslu: „Það sem er frábært við The Resort er viðurkenning fólks sem er óöruggt og á í erfiðleikum sem almenningur gerir sér aldrei grein fyrir. Fæ ég stóla sem halda mér? Mun rúmið halda mér? Ég var í bikini og mér leið frábærlega, ég vakti athygli fyrir fegurð mína en ekki stærð. Að vera í yfirstærð í dómhörðum heimi er mjög erfitt.“

ofþ5

60% gesta eru Bandaríkjamenn, um 10% frá New York og nágrenni. Hin 40 prósentin koma frá Evrópu, t.d. Bretlandi og Spáni. Ef þig langar að heimsækja The Resort taka þau á móti smærri hópum en ekki einstaklingspötunum. Það vekur óöryggi annarra gesta ef fólk er mikið að koma og fara, þessvegna er skipulagið svona – til að láta öllum líða vel.

James King áætlar þó að opna annað hótel á Cat eyju sem er nálægt en þar geta pör og einstaklingar komið: „Af hverju ætti 40% mannkyns að þjást þegar velja skal sumarleyfisstað?“ segir hann að lokum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!