KVENNABLAÐIÐ

Kate Middleton skömmuð fyrir að vera „of grönn“ á meðgöngunni

Kate Middleton gengur með þriðja konunglega barnið eins og vart hefur farið framhjá neinum. Þrátt fyrir að vera afar illa haldin af morgunógleði var hún viðstödd World Mental Health Day þann 10. október síðastliðinn í Buckinghamhöll. Sást hún þar í fyrsta sinn eftir að fréttirnar komust í hámæli. Kate sem er 35 ára var afar glæsileg í bláum kjól, en margir gagnrýndu myndirnar sem birtust m.a. á Instagram.

Auglýsing

„Er hún ólétt?“ sagði ein manneskja. „Ég trúi því ekki að hún sé ólétt, hún er allt of mjó,“ sagði önnur. Ein gekk svo langt að segja að Kate væri „grindhoruð“ og „vannærð.“

Kate, William og Harry þann 10. október síðastliðinn
Kate, William og Harry þann 10. október síðastliðinn

Stuðningsmenn Kate komu henni fljótlega til varnar: „Fólk er ömurlegt! Ég þjáðist fimm sinnum af morgunógleði! Ég átti stór börn en það sást ekki á mér fyrr en seint.“

Auglýsing

Samkvæmt upplýsingum úr höllinni er Kate að „batna, en hún er enn að kveljast.“ Kate átti við sama vanda að stríða þegar hún gekk með hin tvö börnin, svo alvarlega að hún þurfti að liggja fyrir og fá læknishjálp. Þriðja barnið mun fæðast næsta vor.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!