KVENNABLAÐIÐ

Leið yfir Guðna forseta í baði

Guðni Th, forseti Íslands sendir frá sér yfirlýsingu vegna atburða gærdagsins:

Kæru vinir,

slysin gera ekki boð á undan sér en fiskisagan flýgur. Heitt og notalegt bað í gærkvöldi reyndist aðeins of heitt og notalegt; að því loknu leið yfir ykkar einlægan og auðvitað tókst manni að lenda það harkalega að af hlaust skurður á enni og brákað nef. Ég þakka starfsfólkinu góða á slysadeild kærlega fyrir saumaskap og aðgæslu, og líka þeim sem fréttu af heimsókn þangað og vildu vita hvernig líðanin væri.

Hún er góð þótt glögglega megi greina merki byltunnar eins og sjá má á myndum af móttökum og heimsóknum dagsins. Skemmtilegir og fróðlegir viðburðir voru á Bessastöðum, um þá má fræðast á heimasíðunni www.forseti.is

Auglýsing

Þá vil ég minna á að nú stendur yfir vitundarvakning um mikilvægi fyrsta þúsund og eins dagsins í lífi ungbarns. Ég er verndari þessa göfuga verkefnis en að því standa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Frekari upplýsingar má t.d. sjá í þessum greinum Sæunnar Kjartansdóttur og Önnu Maríu Jónsdóttur:

Auglýsing

http://www.visir.is/…/thad-er-ekkert-til-sem-heitir-ungbarn-

http://www.visir.is/…/fyrsti-1001-dagurinn-ungborn-geta-ekk…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!