KVENNABLAÐIÐ

Tímamótadómur í Indlandi: Samfarir við eiginkonu undir aldri er nauðgun

Hæstiréttur í Indlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að hafi eiginmaður samfarir við konu undir 18 ára sem er honum gift, getur það talist nauðgun ef konan ber fram ásakanir innan árs frá því þau eru gift. Þó okkur vestrænum konum kunni að þykja þetta samkomulag ógeðfellt, er algengt í Indlandi að barnabrúðir séu 10 ára eða eldri, oft giftar miklu eldri mönnum. Hlýtur þó, þótt óhugnanlegt kunni að vera, að þykja skref í framfaraátt.

Barnabrúðkaup eru algeng í Indlandi – 46% giftra kvenna 18-29 ára giftu sig áður en þær urðu 18 ár. 23 milljónir indverskra kvenna giftu sig á táningsárum sínum. 12 milljónir kvenna í Indlandi giftu sig 10 ára gamlar, flestar ólæsar og bjuggu ekki í borgum, heldur sveitum.

 

Auglýsing

Heimild: Telesur

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!