KVENNABLAÐIÐ

Melania bregst við ummælum Ivönu Trump sem kallaði sig „first lady“ í viðtali

Fyrsta eiginkona Donalds Trump forseta kallaði sig „first lady“ í viðtali á dögunum þar sem hún er að gefa út ævisögu sína, „Raising Trump.“ Nú hefur núverandi eiginkona hans, og forsetafrú Bandaríkjanna, (e. first lady of the United States) brugðist harkalega við og kallað hana „athyglissjúka og eigingjarna.“

Ivana montaði sig af því að hafa beint númer fyrrverandi eiginmannsins í Hvíta húsinu og sagði við ABC News að hún talaði við hann u.þ.b. á tveggja vikna fresti: „Ég er með beina númerið í Hvíta húsið en ég vil eiginlega ekki hringja í hann því Melania er þar og ég vil ekki búa til einhverja afbrýðisemi eða þannig því ég er fyrsta kona Trumps, ókei? Ég er fyrsta konan, ókei?“ sagði hún í viðtalinu og hló.

(e. first lady – forsetafrú)

Auglýsing

Melania brást við þessu með harðorðri yfirlýsingu til CNN frá talskonu hennar, Stephanie Grisham: „Mrs. Trump hefur gert Hvíta húsið að heimili fyrir Barron og forsetann. Hún elskar að búa í Washington, DC og er heiðruð í hlutverki sínu sem forsetafrú Bandaríkjanna. Hún ætlar að nota titilinn og hlutverkið til að hjálpa börnum, ekki selja bækur. Það er ekkert innihald í þessari staðhæfingu frá hans fyrrverandi, þetta er því miður athyglissýki og eigingjarn hávaði.“

Þessi yfirlýsing er ólík Melaniu Trump sem hefur ekki svarað gagnrýni og neikvæðni áður síðan Donald tók við embætti. Hefur hún einbeitt sér að Barron syni þeirra sem er 11 ára. Þegar bók Ivönu kemur út á þriðjudag verður Melania í Vestur-Virginíuríki þar sem hún mun heimsækja ungabörn sem fæddust háð ópíötum.

Auglýsing

Þó Melania sé sögð hafa harðan skráp og sé ónæm fyrir gagnrýni er greinilegt að Ivana Trump gekk fram af henni. Ivana og Donald skildu árið 1992 eftir framhjáhald hans með Mörlu Maples.

Ivana er móðir Ivönku, Donald Jr, og Eric. Önnur eiginkona hans, Marla Maples, fær harða útreið í bókinni og talar Ivana aldrei um hana sem eiginkonu Donalds, heldur „dansmær“ (e. showgirl.) Segist hún mestmegnis hafa séð um uppeldið, en Donald hafi fyrst sinnt þeim þegar þau voru orðin 18 ára gömul, „því þá gat hann rætt viðskipti við þau.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!