KVENNABLAÐIÐ

Íslenska heilbrigðiskerfið: „Já, við sofum á gólfinu“

Íslenskur faðir langveikrar stúlku er búinn að fá nóg af aðstöðuleysi foreldra á Landspítalanum og vill að eitthvað verði gert, þar sem aðstaða þeirra hjóna er hreinlega til skammar. Segir hann í pistli á Facebook sem birtur er hér með góðfúslegu leyfi:

Auglýsing

Í ljósi komandi kosninga væri hægt að beita sér hér sem dæmi. Við konan mín eignuðumst stelpu 14. mars síðastliðinn. Hún er langveik.
Við höfum þurft að eyða tæplega fimm mánuðum af sjö mánaða ævi hennar á Landspítalanum.

rum1

Fyrir tveimur vikum þá vorum við send enn eina ferðina suður á barnadeildina og erum hér enn.

Staða okkar er sú að við sjáum um hana dag sem nótt. Við höfum beðið um úrbætur hvað hvíld okkar varðar en mætum því að hér séu ekki dýnur á lager þrátt fyrir rök okkar að það standi á dýnunum „HENDA“ og þægindi þeirra eftir því.

rum2

Þetta er staða okkar sl tvær vikur. Svona eigum við að hvílast samkvæmt slenskum heilbrigðissjónarmiðum.

Auglýsing

Þetta er ískaldur raunveruleikinn.
Já, við sofum á gólfinu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!