KVENNABLAÐIÐ

„Rúmið mitt er að reyna að drepa mig“

Vilmundur Sigurðsson stofnaði nýverið hóp á Facebook sem vakið hefur mikla athygli fyrir þær sakir að eitthvað sem við notum dags daglega getur hreinlega verið okkur skaðlegt. Já, rúmið eða dýnan sem hann svaf á í 11 ár var að valda honum óbærilegu heilsutjóni. Gefum honum orðið:

Sæl öll.

Ég stofnaði þennan hóp af því að rúmið mitt eða öllu heldur dýnan mín reyndi að drepa mig. Nei, ég er ekki búinn að missa það. Málið er að fyrir 11 árum þá keyptum við Svala konan mín Tempur „heilsudýnur“ fyrir okkur. Þær voru æðislegar og bakið og herðarnar alltaf í fínu standi.
Maður svitnar reyndar miklu meira í svona Memory foam dýnu, en maður pældi ekkert sérstaklega í því.

Síðustu 11 ár þá hef ég glímt við allskonar heilsuvandamál.

Sviði í augum, hausverkir, slapleiki, nefstíflur, blettaskalli í hári og skeggi, heilaþoka, þróaði með mér mikið ofnæmi, bólgur í líkama, liðverkir vegna þeirra, gat ekki hlaupið, gat ekki hoppað vegna liðverkja, útbrot, furðuleg sár mynduðust á sköflungum og slatti af fleiri einkennum.
Þau komu ekki öll í einu, heldur mismunandi einkenni á mismunandi tímum, árum. Stundum nokkur saman og stundum eitt og eitt.
Þetta olli mér miklum heilabrotum og áhyggjum og fór ég nokkrum sinnum til lækna vegna einkennanna, og að sjálfsögðu vissu þeir ekki neitt.

Þetta var allt farið að há mér verulega og að lokum þá prófaði ég fyrir þremur mánuðum að „gúgla:“ „Problem with Tempur“.
Þá datt ég inn á síður þar sem fólk er að vara við Tempur dýnum og svipuðum dýnum á enskumælandi síðum og einnig á Norðurlöndum.
Flestir hafa svipaða sögu að segja eins og ég.

Auglýsing
Sumir hafa lent verr í því og sumir ganga svo langt að tala um að ættingjar sínir hafi látist af völdum Tempur dýna eða Memory Foam dýna. Þar sá ég textann „My mattress is killing me.“
Við losuðum okkur strax við Memory Foam koddana okkar og keyptum dúnkodda. Ég fann strax á nokkrum dögum jákvæða breytingu. Þremur vikum seinna var ég orðinn nokkuð góður og þá skiptum við út dýnunum og hentum gömlu og keyptum belgískar pokagormadýnur handgerðar úr náttúrulegum efnum.

Vilmundur Sigurðsson
Vilmundur Sigurðsson

Núna, þremur mánuðum eftir að við fórum í þessar aðgerðir er heilsan komin í gott lag og orkan orðin virkilega góð.

Sannleikurinn er sá að Tempur dýnur og koddar eru gerðar úr hættulegum olíuefnum sem léttilega getur kviknað í.
Þessvegna er blandað í dýnurnar eldtefjandi eitruðum efnum sem hafa verið bönnuð í leikföngum og barnadýnum.
Við öndum þessum efnum að okkur þegar við sofum og sannað er að þau valda ýmsum kvillum, t.d. astma, ofnæmi og krabbameini.
Fólk er misjafnlega næmt fyrir þessum efnum og þessvegna er misjafnt hvernig fólk upplifir þetta.
Við sofum 1/3 ævinnar og ef maður er með svona Memory Foam dýnur og kodda, þá andar maður þessu að sér í miklum mæli.
Framleiðslufyrirtæki þessara dýna vilja ekki gefa upp hvaða efni eru í þeim.

Ofan á þetta bætist svo að þessar dýnur hafa enga öndun þannig að ef vökvi hellist ofan í þær þá gufar hann ekki auðveldlega upp úr þeim aftur.
Maður svitnar mun meira í svona dýnu. Svitinn fer ofan í dýnuna. Hann kemur ekki auðveldlega upp aftur.

Auglýsing

Sem þýðir að í dýnunni myndast kjöraðstæður fyrir MYGLUSVEPP.
Sem er einmitt það sem margir tala um í umræðuhópum á Netinu.
Áður en við hentum dýnunum okkar þá skar ég 40x40cm tening úr miðjum dýnunum okkar og við fengum þannig sneiðmynd af dýnunum.
Efsti sentimeterinn í dýnunni var orðinn dökkur.
MYGLUSVEPPUR hafði því myndast í efsta lagi dýnunnar.
ÓGEÐSLEGT!!!
Við höfum því síðustu árin sofið ofaná MYGLUSVEPP.

Vilmundur segir: „Hérna er sneiðmynd. Það er greinilega búið að þorna svolítið í svampinum þannig að efsta lagið er ekki eins dökkt og það var. En það sést greinilega samt hvað efsti sentimeterinn er dekkri."
Vilmundur segir: „Hérna er sneiðmynd. Það er greinilega búið að þorna svolítið í svampinum þannig að efsta lagið er ekki eins dökkt og það var. En það sést greinilega samt hvað efsti sentimeterinn er dekkri.“

Það myndi ég segja að hafi valdið mér mestu vandræðunum í heilsu minni. Það sem hefur verið að hrjá mig passar að mestu við lýsingar fólks af myglusvepp. Einhverjir af þeim sem ég hef sagt þessa sögu hafa skipt um kodda og hætt með svampkodda og farið í dúnkodda. Þeir vilja meina að þeir finni mun til batnaðar.
Ástæða þess að ég stofna þennan hóp er sú að ég vil skapa umræðu um þetta vandamál og þessar nútíma „heilsudýnur“ sem eru kannski orsök þess að fólk er að finna meira fyrir „nútíma“ sjúkdómum og allskonar furðulegheitum í líkama og sál.
Ef þessar Memory Foam dýnur eru eins skaðlegar eins og ég og fleiri halda, þá verður fólk að fá að vita af því og þeir sem eru að þjást af einkennum geta þá losað sig við dýnur og kodda.
Þetta er nefnilega þannig að þetta læðist aftan að manni. Það tók mig 11 ár að fatta þetta.
Ég bið því ykkur sem þetta lesið að deila þessu og bjóða fólki í þennan hóp svo að sannleikurinn opinberist sem flestum og fólk sé ekki að þjást að óþörfu.

Birt með góðfúslegu leyfi Vilmundar Sigurðssonar