KVENNABLAÐIÐ

Persónuleikapróf: Hvaða dýr sérðu FYRST á myndinni?

Persónuleiki okkar er myndaður af allskonar eiginleikum sem koma saman og gerir hvert og eitt okkar einstakt. Það er samt alltaf ákveðnir eiginleikar sem eru meira ráðandi en aðrir sem ákvarða alla okkar hegðun og framkomu.

Í þessu litla prófi þarftu einungis að horfa á myndina hér að neðan og ákveða hvaða dýr þú sást fyrst af öllum. Eruð þið tilbúin?

hva öll

Auglýsing

hest
#1 Gæðingur

Ef þú sást hestinn fyrst ertu mjög metnaðarfullur einstaklingur. Villtur, frjáls og hrár, þú stefnir á toppinn og þolir ekki að vera bundinn. Þú leggjur hart að þér í vinnu og tekur slaginn ef þú þarft þess. Þú ert í tengslum við þitt innra sjálf og veist hvað þú vilt. Helstu persónueinkenni: Til fyrirmyndar, heiðarlegur og drífandi.

hæn
#2 Hani

Ef þú komst auga á hanann fyrst af öllum er seiglan þitt helsta persónueinkenni. Einstaklingar sem sjá hann fyrst eru harðir, fljótir að læra, klárir, þolinmóðir og berjast ef svo ber undir. Þú kannski lítur út fyrir að vera veikburða, en þegar þú lætur til þín taka eru fáir, ef einhverjir jafn sterkir í bardaga og þú.

krab
#3 Krabbinn

Harður að utan, mjúkur að innan. Þessu deilir þú með krabbanum ef þú sást hann fyrst á myndinni. Krabbar eru ofboðslega traustir og hliðhollir sínu fólki. Þú veist best hvernig þú ert – heiðarleg/ur og setur þína nánustu alltaf fram fyrir eigin þarfir. Þú svindlar ekki eða heldur framhjá – þú veist ekki hvað það er!

Auglýsing

bæna
#4 Bænabeiða

Bænabeiðan er meistari skilningarvitanna og þolinmæðinnar. Hún getur beðið grafkyrr í marga klukkutíma eftir bráð sinni og vegur úr launsátri eins og ekkert sé. Hafir þú séð hana fyrst hefur þú gríðarlega sterkt innsæi. Innri rödd leiðbeinir þér um lífið og þú ert svo sannarlega í tengslum við þitt innra sjálf. Þú treystir á eigið hyggjuvit og oftar en ekki færðu nákvæmlega það sem þú vilt…

ulf
#5 Úlfur

Hermaður sem er alltaf einn þó hann sé innan um hópinn sinn. Úlfar lifa í hópum en þeir eru líka einmana, ferðast um óbyggðir einir, óttalausir og grimmilegir. Ef þú sást úlfinn er líklegt að þitt innra sjálf sé líka óttalaust. Þú ert innan um fólk, en persónuleiki þinn fer ekki framhjá neinum. Það getur verið spennandi staða en líka einmanaleg. Þú ert samt byggð/ur fyrir nákvæmlega þetta.

hund
#6 Hundur

Hugrakkur, traustur, verndandi og algerlega óeigingjarn. Það eru fáir eins og þú…það er nefnilega ótrúlega sjaldgæft að búa yfir öllum þessum eiginleikum í einu. Þú ert blanda af ótrúlega göfugum persónuleikaeinkennum og það er engin furða að allir sem umgangast þig elska þig!

falk

#7 Fálkinn

Villtur og frjáls og elskar himininn. Fálkinn er rándýr og ef þú sást hann fyrst ert þú einnig mjög ákveðin/n og veist nákvæmlega að hverju þú stefnir. Þú skiptir sjaldan um skoðun og ef þú hefur takmark í sjónmáli, það sem þig langar mest í í þessum heimi myndirðu svífa niður og grípa það, fljúga með það í burtu upp í himininn þar sem enginn getur náð því frá þér.

fiðr
#8 Fiðrildið

Fiðrildið er eitt þekktasta tákn um fegurð og breytingu. Það breytist úr púpu í eina fallegustu veru í heimi. Ef þú sást fiðrildið fyrst endurspeglar það þig einnig. Þú ert einstaklingur sem á auðvelt með að aðlagast hlutum, ert sveigjanlegur og getur skipt um skoðun ef það hentar. Hvaðeina til að láta hlutina ganga. Þú átt stundum til að hugsa um skuggahliðarnar í lífi þínu en vertu viss: Þú hefur hæfileikann til að brjótast úr „púpunni“ og verða þessi gullfallega manneskja sem þú ert.

duf
#9 Dúfan

Tákn friðs og óendanlegs kærleika…það er dúfan. Ef þú sást hana fyrst ertu sennilega vitur sál. Þú ert róleg/ur, þolinmóð/ur, gefandi og lifir í sátt við sjálfa/n þig og aðra. Þú hefur það sem margir leita að allt sitt líf – innri frið og þú ert mikil fyrirmynd margra.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!