KVENNABLAÐIÐ

Leitin að týnda sambýlismanninum

Á hverju ári hverfa þúsundir Breta. Þetta er sagan af einum þeirra. Kirsty og Zack voru nýbúin að fagna fæðingu sonar síns þegar Zack gekk út af heimilinu.

Kirsty reyndi að finna hann og fá einhverjar skýringar.

Það er morgunn og Zack, 28, er orðinn of seinn í bankann þar sem hann vinnur. Sambýliskona hans, hin 34 ára Kirsty, segir honum að flýta sér af stað en hann hlær bara. Hann kyssir hana bless og kveður börnin – sjö ára dóttur Kirstyar og fimm vikna son þeirra. Svo labbar hann út á götu og eldra barnið fer út að glugganum og myndar hjarta með höndunum og vinkar honum. Ósköp venjulegur morgunn.

Tveimur tímum seinna fær Kirsty sms frá Zack þar sem hann segir að hann ætli ekki að koma aftur heim. Þennan morgun hringir Zack í vinnuna og segist ekki geta mætt. Þess í stað gengur hann inn á lögreglustöð og segir þar að tilkynni einhver hann týndan vilji hann ekki finnast.

Kirsty kemst að þessu þegar hún fyllir út skýrsluna um týndan einstakling. Tilkynningin fer á allar lögreglustöðvar í Bretlandi. Fáum mínútum síðar er Kirsty sagt að Zack sé í raun á lífi og allt í lagi með hann. Hann vill bara ekki að hún viti hvar hann er. „Þá fór ég að gráta því það voru hræðilega kuldaleg skilaboð,” segir hún.

Kirsty er sérstaklega áhyggjufull því Zack er greindur með geðhvarfasýki: „Ég veit hann er lasinn,” segir hún. Lögreglan segir þó að hann hafi virst eðlilegur í samskiptum við hana.

Þegar Zack gekk út af heimilinu tók hann ekkert með sér. Þar með talin lyfin sem höfðu verið ávísað á hann. Kirsty veit að hann mun finna fyrir fráhvarfseinkennum, köldum svita og þunglyndi. Á þessum tímapunkti sveiflast hugsanir hennar frá áhyggjum af heilsu hans og hvort hann hafi fengið svona gersamlega nóg af henni.

Auglýsing

Er hann lasinn? Eða hefur hann bara flúið?

Parið hefur verið saman í fimm ár. Þau hittust í háskólanum þar sem Zack var afar góður námsmaður sem skrifaði leikrit í frítíma sínum.

Dóttir Kirstyar er sjö ára og hún á annan föður. Áður en sonur þeirra fæddist bjuggu þau hjá foreldrum hennar en nýlega fundu þau íbúð á leigu sem þau fluttu í. Zack hafði aðeins verið í nýju íbúðinni í tvo daga þegar hann hvarf. Heimilið er fullt af bókum – þær eru dreifðar um gólfin og bíða eftir að komast upp í hillu.

sambyl22

Kirsty er þó upptekin af leitinni að Zack. Hún býr til auglýsingu á blað til að hengja upp sem segir að hann sé týndur. Það er mynd af Zack á henni. Hún hefur einnig samband við nálægar læknastöðvar til að athuga hvort hann sé skráður þar.

Kirsty leggur inn smá upphæð á bankareikninginn hans til að geta skrifað skýringu til hans sem er 15 orð að lengd. Henni líður sem hún sé að grípa í hálmstrá. En fyrst og fremst er henni umhugað um heilsu Zacks.

„Ef hann hefur leigt sér litla stúdíóíbúð einhversstaðar, hvernig á ég að finna hann?” spyr hún.

Zack hefur nú verið týndur í 34 daga.

Kirsty hefur enga hugmynd um hvar hann er en viðtal við barnaverndarstofu leiðir í ljós að þau hafa nýja heimilisfangið hans Zacks.

Fyrstu viðbrögð eru áfall. Það er allt í lagi með hann. Svo verður hún bitur – aðrir hafa heimilisfangið hans en ekki hún. Nýja lífið hans. „Ég hélt við ættum framtíð saman,” segir hún. „Mig hefði aldrei grunað að hann myndi flýja. Mér finnst eins og það hafi verið svindlað á mér. Hann skildi mig eftir með alla þessa ábyrgð.“

Svo til að auka enn á einmanaleikakennd hennar uppgötvar hún allskonar tölvupóstföng sem Zack hafði búið til, nöfn þeirra beggja blönduð saman: „Er þetta leikur kattarins að músinni? Er hann að fá einhverja sjúka ánægju af því að hægt er að rekja slóð hans?”

Hún hakkar sig inn á einn reikninginn með leyniorði sem hún mundi eftir. Þar finnur hún bréf sem inniheldur póstnúmer – hjá litlu þorpi utan við Nottingham. Kirsty telur að Zack sé að leigja ódýra íbúð og vill mæta þangað og tala við hann.

Zack hefur nú verið týndur í 41 dag. Kirsty talar um áætlun sína við bróður sinn sem reynir að fá hana til að hætta við: „Við vitum ekkert af hverju hann fór eða hvað var í gangi í höfðinu á honum,” segir hann.

Fyrir hálfu ári hvarf fé af reikningi Zacks. Hann viðurkenndi að hann hafði verið að spila fjárhættuspil á netinu. Bróðir Kirstyar telur að hann eigi við spilafíkn að stríða en Kirsty trúir því ekki: „Ég held að hann hafi verið að spila, svo var nýtt barn komið í heiminn og leigusalinn vildi leiguna og hann var of hræddur að útskýra fjárskortinn fyrir þér. Þess vegna flúði hann,” segir bróðir hennar.

Kirsty er samt búin að gera upp hug sinn. Það tekur hana átta tíma að keyra í þorpið með litla barnið í aftursætinu. Hún hefur bókað hótelherbergi nálægt því sem hún telur vera dvalarstað Zacks. Hún er búin að búa til auglýsinguna með myndum af sér og Zack og Zack og dóttur hennar – Zack er fjölskyldumaður – sem hún ætlar að hengja upp.

Kirsty játar reyndar að hún vildi hafa sig og börnin með á myndunum ef Zack hefði yfirgefið hana fyrir aðra konu – hún vill þá að konan viti að þau eru til. Einnig koma fram persónuleg skilaboð til hans: „Þetta er erfiðasta bréf sem ég hef þurft að skrifa og ég fékk bara einn séns. Ég skrifað að ég væri á þessu tiltekna hóteli þar til á morgun og mig langaði að hitta hann.”

Næsta morgun er maður að bíða eftir henni í anddyri hótelsins. Kirsty heldur að það sé Zack. En það er ekki svo gott. Þar er ókunnugur maður sem segir henni að hann hafi séð auglýsinguna hennar en viti ekki hvar hann sé. Hann vildi bara láta hana vita svo hún færi ekki að gera sér upp falskar vonir.

Kirsty fer aftur heim: „Ég held ég eigi ekki að gera mér neinar vonir í langan tíma,” segir hún.

Zack hefur nú verið týndur í 45 daga.

Kirsty fær skilaboð frá heilsugæslunni. Kona sem vinnur þar fékk símtal frá manni í borginni Bath sem sagðist aðeins muna nafnið sitt og aldur. Konan fór svo á Google og fann upplýsingar um að Kirsty væri að leita að honum. Þetta virtist vera fyrsta alvöru sönnunargagnið. En ef um Zack væri að ræða virtist sem hann þjáðist af minnisleysi.

Kirsty ákveður að taka þessar upplýsingar til lögreglunnar. Það staðfestir enn grun hennar að hann sé staðsettur í Bath. Eftir að hafa póstað skilaboðum á Facebook segja tvær konur sem vinna á hárgreiðslustofu að þær séu vissar um að Zack hafi fengið klippingu hjá þeim.

Fundur hennar með lögreglunni fór ekki vel og Kirsty telur að þeir trúi henni ekki: „Þeir horfa á þig eins og þú hafir engan rétt á að vera þarna.” Eftir að hafa talað við lögreglustjórann segist hann vilja tala við hana einslega. Hann segir henni að Zack hafi verið í sambandi. Lögreglan hafði afskipti af honum um morguninn og hann sagði þeim að hann vildi ekki að Kirsty vissi hvar hann væri. Zack væri ekki reiðubúinn að snúa aftur til baka.

Í hennar huga telur hún að hún hafi verið slæm kærasta. Hún skilur ekki að hann hafi hringt í heilsugæsluna og sagst vera minnislaus og síðan sagt löggunni að hann vildi ekki hitta hana.

Þetta var fyrsta alvöru sambandið hans og Kirsty veltir fyrir sér hvort hún hafi lagt á hann of mikla ábyrgð. Þegar þau fóru að hittast var dóttir hennar bara barn svo þau gátu ekki notið einlífs eins og venjuleg pör, eða skreppa í helgarferðir eða slíkt.

Á sama tíma hugsar hún um fyrsta geðhvarfasýkiskastið sem Zack fékk. Þá sagði hann að hann vildi ekki særa hana af því hún væri svo góð. Hún veltir fyrir sér hvort hann sé að reyna að særa hana núna.

Þetta kvöld fær Kirsty sms frá ókunnu númeri. Sá sem sendir veit um skýringuna á bankareikningi Zacks. Einstaklingurinn segir að hann sé ringlaður og sé að hafa samband við lögregluna. Hann segist ætla að hringja í Kirsty aftur. Klukkan er 11 um kvöld. Kirsty heyrir ekki aftur í honum.

Auglýsing

Hún er viss um að manneskjan hafi verið Zack, en trúir því ekki að hann sé minnislaus.

Næsta kvöld fær hún símtal. Í nokkrar sekúndur er þögn og svo er skellt á. Síminn hringir aftur og þá er það Zack.

Loksins fær Kirsty einhver svör.

Í einn og hálfan tíma tala þau saman. Zack segist vera að reyna að muna hver hún er, en virðist hafa fáar minningar. Þau ákveða að Kirsty muni sækja hann næsta dag.

En Kirsty heyrir ekki frá honum aftur.

Jólin koma og fara án Zacks.

Kirsty athugar tölvupóstinn hans og sér að hann hefur verið að spila á netinu aftur. Hann veðjar fyrir 5-6 pund en oft, stundum 20 sinnum á dag. Svo sér hún að hann hefur veðjað fyrir 500 pund einn daginn.

Zack hefur nú verið týndur í 69 daga.

Allt í einu fær Kirsty símtal frá lækni sem segist hafa haft umsjón með Zack síðustu 10 daga. Hjálparstofnun fann hann á götunni: „Ég er svo fegin að það er einhver að sjá um hann núna,” segir Kirsty. Zack hefur verið í Bath, svo

Hertfordshire og Essex. Enginn minntist á Nottingham. Stundum hefur hann verið að vinna og borgað leigu. Stundum hefur hann verið að hanga einhversstaðar, ekki viss hvert hann ætti að fara.

sambylis2

Læknarnir segja að hann sé mjög veikur – hann skipti á milli persónuleika og geti ekki munað hluti: „Hann var ekki að ljúga,” segir Kirsty fegin.

Loks fær hún símanúmer þar sem hún getur hringt í hann. Þegar þau tala saman spyr hann margra spurninga, hvernig þau kynntust og hvernig lífið þeirra var. Zack útskýrir að hann hafi verið að fylgja rödd í höfðinu á sér sem sagðist ætla „að koma honum heim.”

Í hvert skipti sem hann fylgdi röddinni varð hann meira týndur.

Eftir 76 daga eftir að hann gekk út fær Kirsty að heyra að hann sé orðinn nógu hress til að fara heim.

Eftir mánuð af sambúðinni er Kirsty enn að venjast því að hann sé kominn aftur heim. Hún telur ástæðu þess hann fór vera út af barninu og flutningarnir. „Það er allt í þoku hjá mér,” segir Zack. „Fyrst var það Bath, svo Canada Water (í London) svo Essex. Ég veit að þetta var í gangi en ég man ekkert, það er allt grátt.” Hann man eftir sumu – hann man eftir lögreglustöðinni og verið í strætó en hann var ótengdur sjálfum sér, svo að segja.

Á einum tímapunkti man hann eftir að hafa verið í skóginum með ekkert annað en úlpu til að skúla sér. Hann telur að reynslan hafi verið í brotum…það var eins og hann væri að horfa á sjálfan sig gera hluti. Sérstaklega þegar hann var að veðja. „Ég reyndi að gera áætlanir. En stuttu eftir að ég fór varð ég heimilislaus aftur. Hversu skipulagður var ég þá?”

Þrátt fyrir að Zack þjáist enn vegna þessarar furðulegu reynslu reynir hann að aðskilja sig frá henni. Einnig hefur það hjálpað að hann er byrjaður aftur á lyfjum: „Ég hitti sálfræðinga og lækna. Ég hef bara hug á að vera góður sambýlismaður og pabbi.”

Samband Kirstyar og Zacks er þó afar viðkvæmt. Hún er hrædd um að hann hverfi aftur og ef hann gerir það mun hún ekki reyna að finna hann. Henni finnst erfitt að treysta honum, sérstaklega eftir að hafa fundið svo mörg leynileg tölvupóstföng með skilaboðum sem hún átti greinilega ekki að sjá.

Það sem henni finnst hvað sorglegast er að fjölskylda og vinir hennar eru tortryggin. Besta vinkona hennar fjarlægði hana af Facebook eftir að sjá myndir af Kirsty og Zack sameinuðum, því hún þoldi ekki að sjá hvað Kirsty hafði gengið í gegnum.

Kirsty veit ekki hvort sambandið eigi eftir að ganga upp: „Eitt er ég viss um. Þetta mun ekki gerast aftur. Hann myndi ekki fara. Hann gæti farið að spila aftur eða ljúga…en það er ekki eitthvað sem ég get stjórnað.”

Heimild: BBC

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!