KVENNABLAÐIÐ

Of fallegur: Foreldra grunar að sonur þeirra sé ekki líffræðilega skyldur þeim

Kínversk móðir er í öngum sínum eftir að hafa komist að því að 28 ára maður sem hún ól upp sem sinn eigin, er ekki raunverulegur sonur hennar. Fyrrverandi eiginmaður hennar varð tortrygginn og heimtaði DNA próf þar sem drengurinn, Wang Ye, var grunsamlega myndarlegur.

Móðirin, sem er einungis kölluð Zhang í kínverskum fjölmiðlum, segir að síðan hann fæddist hafi hann vakið mikla undrun fjölskyldu og vina því hann var miklu myndarlegri en foreldrarnir. Í gegnum árin höfðu þessi ummæli mikil áhrif á föðurinn og orsakaði mikla misklíð í hjónabandinu. Rifrildin um „of fallegan“ son enduðu svo í skilnaði, en grunsemdir mannsins héldu þó áfram.

Auglýsing

Zhang skildi við eiginmanninn árið 2004, en sjö árum seinna heimtaði hann DNA próf til að vita hvort drengurinn sem hann hafði alið upp væri hans eður ei: „Sonur minn hefur stór augu og beint nef. Faðir hans er ekki mjög myndarlegur og talsvert ólíkur honum,“ segir móðirin í viðtali við Kan Kan News.

Niðurstöður DNA leiddu í ljós að faðirinn hafði rétt fyrir sér – hann var alls ekki pabbi drengsins…en móðir hans var ekkert skyld honum heldur!

Auglýsing

Fæddist Wang ye í Fæðingarsjúkrahúsinu í Shanghai í febrúar árið 1989. Móður hans grunar að ruglast hafi verið á börnum. Spítalinn neitar að gefa upp útskýringar og segir „að engar skýrslur sé hægt að finna frá þessum tíma.“

Zhang og Wang ye standa nú í málaferlum við spítalann og vilja vita hverjir raunverulegir foreldrar hans eru og hvar raunverulegur sonur er niðurkominn. Þau hafa engar vísbendingar aðrar en hversu fríður Wang er…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!