KVENNABLAÐIÐ

16 ára þýsk stúlka sem gekk til liðs við ISIS þráir nú að komast heim

Linda Wenzel, 16 ára menntaskólanemi sem var fönguð í Mosul eftir að hafa flúið hryðjuverkasamtökin ISIS, hefur nú þrábeðið um að fá að fara aftur heim til Þýskalands. Hefur hún nú gefið sín fyrstu viðtöl við þýsku fjölmiðlana NDR, WDR og Sueddeutsche Zeitung og segir að hún þrái ekkert heitar en vera sameinuð fjölskyldu sinni á ný. Er hún nú stödd á hersjúkrahúsi í Bagdad. Linda segir: „Ég vil komast héðan, ég vil flýja þetta stríð, þessi vopn, þennan hávaða. Ég vil bara komast heim til fjölskyldu minnar.“

Auglýsing

Vill Linda verða framseld til Þýskalands og segist hún munu vinna með stjórnvöldum. Fjölmiðlar greindu frá skotsári á læri hennar og meiðslum á hægra hnéi sem hún segist hafa fengið eftir árás þyrlu.

Linda var fönguð af íröskum hermönnum í húsarústum í Mosul

Fyrir ári síðan flúði hún heimili sitt í Pulsnitz, Dresden fyrir ári síðan. Hún flaug frá Frankfurt til Tyrklands áður en hún komst svo til Sýrlands. Hafði hún verið í sambandi við stríðsmenn ISIS á netinu og smygluðu þeir henni til Sýrlands. Í heimalandi sínu varð hún róttækur múslimi, breytti nafni sínu í Mariam og setti mynd af sér á samfélagsmiðla með höfuðslæðu. Linda var ein af 20 ISIS liðum sem náðust eftir að borgin féll eftir 10 mánaða stríð sem kostaði 25.000 manns lífið. Þar voru fleiri konur, sumar með sjálfsmorðsvesti á sér og ýmis vopn. Þær voru frá Rússlandi, Tyrklandi, Kanada og Tsétsjéníu.

Auglýsing

Linda hafði verið óhamingjusöm heima fyrir og hafði tekið upp Íslamstrú. Fór hún á spjallborð ISIS aðdáenda í Mið-Austurlöngum og vissi þýska lögreglan af henni. Grunuðu þeir hana um að ætla þýska ríkinu illt þegar hún flúði.

Í dag er Linda í stöðugum yfirheyrslum hjá bandarískum og íröskum yfirvöldum í Bagdad. Ef hún snýr aftur til Þýskalands gæti hún átt 10 ára fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir að styðja hryðjuverkasamtök. Einnig gæti hún verið ákærð í Írak en þá gæti hún verið dæmd til dauða.

Móðir Lindu sagði á þeim tíma sem hún hvarf: „Hún hefur verið alvarlega heilaþvegin. Ég vona við getum náð henni til baka.“

 

Heimild: Mirror.co.uk

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!