KVENNABLAÐIÐ

Tveir táningar látnir í Bandaríkjunum eftir óhugnanlega áskorun sem gengur nú um á netinu

Þetta þurfa allir foreldrar að athuga: Nú gengur skelfileg áskorun sem kallast „Blue Whale Challenge” um netið og hefur hún verið að grassera undanfarin misseri. Leikurinn gengur út á að sá sem „vinnur“ tekur sitt eigið líf. Hófst áskorun þessi í Rússlandi þar sem fleiri tugir ungmenna hafa verið hvött til sjálfsvígs, en þær tölur eru óstaðfestar.

Samkvæmt Washington Post, lést hinn 15 ára Isaiah Gonzalez á laugardaginn síðasta, en hann tók sitt eigið líf. Fjölskyldan segir að hann hafi verið að spila Blue Whale. Var það fyrsta sjálfsvígið í Bandaríkjunum, en annað átti sér stað tveimur dögum seinna þegar 16 ára stúlka í Atlanta tók sitt eigið líf.

Auglýsing

Með því að taka þátt í þessari áskorun þurfa þátttakendur að finna „meistara“ sem gefur þeim eitt verkefni á dag í 50 daga. Sum verkefnin virðast hversdagsleg, s.s. horfa á myndband eða hlusta á lag. Allt miðar þetta þó að því að koma þunglyndishugsunum að hjá þátttakandanum. Verkefnin verða flóknari og endar svo á fimmtugasta deginum en þá á þátttakandinn að taka sitt eigið líf.

Ónafngreindur spilari sem hefur leikið leikinn sagði: „Ég fann þetta á netinu og fór í alvöru að spila. Þeir fara að ná valdi á þér með flókinni sálfræði. Þetta er alvöru, fagfólk í því sem það er að gera. Þú verður hálfgert „zombie.““

Fjölskyldur ungmennanna sögðu að börnin þeirra hefðu breyst og eftir á að hyggja hafi þau framkvæmt ýmislegt sem leikurinn krafðist af þeim. Móðir stúlkunnar sagði: „Ég fór að rannsaka þetta og afla mér upplýsinga. Svo fór ég að púsla brotunum saman. Einn daginn spurði hún hvernig hún kæmist upp á þak. Þess var krafist í leiknum, hún færi upp á þak og tæki mynd.“

Auglýsing

Lögreglan varar nú við slíkum leikjum og hvetur foreldra til að fylgjast með nethegðun barnanna sinna.

Í maímánuði var háskólastúdentinn Philipp Budeikin handtekinn í Rússlandi fyrir að hafa hvatt að minnsta kosti 16 táningsstúlkur til sjálfsvígs. Annar „meistari“ hin 26 ára Ilya Sidorov, var handtekin og sökuð um að hafa hvatt að minnsta kosti 30 stúlkur til að taka sitt eigið líf.

Hér er myndband frá lögreglunni í Miami þar sem varað er við þessum leikjum:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!