KVENNABLAÐIÐ

Nokkur merki þess þú ættir að hætta í núverandi sambandi

Þegar kemur að samböndum er engin ein regla eða leiðbeiningar til að fylgja. Því miður. Enginn getur sagt þér hvað þú eigir að gera, tilfinningar eru oft sterkar en það er enginn annar en þú sem getur ákveðið hvort þú eigir að halda áfram núverandi sambandi eða enda það.

Það eru samt nokkrar þumalputtareglur sem ágætt væri að kíkja á ef þú ert í þeim hugleiðingum…

Auglýsing
  1. Þú ert óhamingjusöm/samur í sambandinu

Ef þú finnur oft fyrir óhamingju, óþægindum, stressi eða þvingunum er sambandið kannski ekki að gera sig. Þú átt að vera heiðarleg/ur við þig sjálf/n og játa ef sambandið sem þú ert í er „eitrað.“ Athugaðu hvað er gott við sambandið. Minnkar það einmanaleikann? Ertu hrædd við að vera ein/n? Ertu fjárhagslega eða tilfinningalega bundin/n þessum einstakling?

2. Þú átt erfitt með að vera þú sjálf/ur með kærastanum/kærustunni

Þegar þú ert með réttu manneskjunni þarftu ekkert að „leika“ – þú getur verið þú sjálf/ur. Þú getur verið klaufi og kjáni og ekki fundið til neinnar sektarkenndar vegna þess. Þegar þið eruð saman hegðarðu þér eins og þegar þú ert ein/n. Ef þú stendur þig að því að vera „í hlutverki“ og ekki þú sjálf/ur kemur það í veg fyrir heilbrigt samband.

3. Maki þinn er of stjórnsamur

Hafðu augun opin ef makinn er að njósna um þig, athuga hverja þú talar við í síma, á netinu o.s.frv. og vill að þú deilir öllu með honum. Þannig makar eiga til að þykjast vera kærleiksríkir en eiga eftir að taka yfir stjórnina…og það er ekkert annað en tilfinningalegt/andlegt ofbeldi.

4. Þú lifir í einangrun

Ef maki þinn er að reyna að einangra þig frá vinum og fjölskyldu, bannar þér að nota símann eða bílinn eða gera framtíðarplön? Þetta eru rauð flögg. Þú gætir endað í því að þurfa að vera makanum háð/ur og það er ekki gott merki.

5. Maki þinn er afbrýðisamur

Ef þú ert að hitta einstakling sem er afbrýðisamur eða vill „eiga þig“ – ef hann býr til vandamál í fjölmenni eða stjórnar því sem þú setur á samfélagmiðla, eða hvernig þú talar í símann ættirðu að hafa varann á. Það er ekki um ást að ræða, heldur tilfinningalegt ofbeldi.

6. Maki þinn dregur úr þér/gerir lítið úr afrekum þínum

Það er kannski kominn tími til að fara ef maki þinn segir þér að þú sért bara venjuleg manneskja með venjuleg markmið (þ.e. hrósar ekki eða fagnar með þér). Þannig er verið að reyna koma inn þeirri hugmynd að enginn kunni að meta þig og oft verður það þannig að  þú ferð að trúa því að það sé satt. Það er makinn sem þarf hjálp, ekki þú!

Auglýsing

7. Það er ómögulegt að skipuleggja framtíðina saman

Hvað eru aðalgildi sambands? Jú, oft að finna fyrir öryggi, ákvarðanir eru teknar sameiginlega og framtíðin er skipulögð. Ef þú ert í óheilbrigðu sambandi og hefur ekki einu sinni plön til skamms tíma….er þá ekki tími til að endurskoða málin?

8. Sektarkennd

Maki þinn reynir alltaf að ásaka þig um það sem miður fer í sambandinu. Þér líður oft þannig að þú sért sek/ur þrátt fyrir að það sé ekki raunin. Makinn vill ekki taka ábyrgð og það er mikið hættumerki.

9. Maki þinn missir stjórn á sér

Auðvitað hafa allir sín mörk en það ætti ekki að gerast reglulega að makinn missir stjórn á sér og eys þig svívirðingum eða eitthvað álíka. Ef maki þinn reiðist auðveldlega, sérstaklega í viðkvæmum aðstæðum, getur það verið hættumerki í sambandi. Stjórnleysi getur af sér tilfinningalegt og/eða líkamlegt ofbeldi.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!