KVENNABLAÐIÐ

Nennti ekki að pakka fyrir Þjóðhátíð og samdi því þetta frábæra lag!

Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir er ekki orðin tvítug en þrátt fyrir það hljómar hún eins og afar þroskuð söngkona og lagahöfundur sem hefur stúderað tónlist í áratugi! Hún er úr Laugardalnum og hefur verið í tónlist síðan hún man eftir sér. Ef hún er beðin um að lýsa sér sjálfri segir hún: „Ég myndi segja að ég væri lífsglöð, flippari, stundum letingi og með mikla ást í hjartanu til að gefa…“

Auglýsing

Hrafnhildur byrjaði að læra á klassískt píanó sem hefur hjálpað henni mikið við að spila undir hjá sér sjálfri og semja eigin lög: „Í haust byrjaði ég svo að læra jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH og kann ótrúlega vel við það. Ég hef lært helling og þroskast hrikalega mikið sem listamaður á þó skömmum tíma. Þegar ég var í grunnskóla tók ég þátt í öllu tónlistartengdu sem skólinn hafði upp á að bjóða og tók þátt í mörgum keppnum.“

Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir
Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir

Aðspurð hverjar séu hennar fyrirmyndir í tónlistinni segir hún að hún fái innblástur frá mörgum tónlistarmönnum og -konum frekar en einhverjum einum: „Mér finnst Ed Sheeran alveg geggjaður og Adele engri lík en ég held að lagið mitt sem ég er að gefa út núna hafi smá svona „Jón Jónsson fíling.“ Það er ekkert alveg út úr kú þar sem ég hlusta mikið á hann!“

Lagið sem Hrafnhildur var að gefa út gefur hún út undir nafninu RAVEN og heitir það Found You. Hvernig fékk hún hugmyndina?

Hugmyndin að þessu lagi kom þegar ég var að fresta því að pakka fyrir þjóðhátíð í fyrra. Mér finnst ekkert í þessum heimi leiðinlegra en að pakka svo ég settist niður við píanóið heima og sagði við sjálfa mig að ég ætlaði nú að semja lag. Það kom svona ágætlega út en ég sló því lengi á frest að taka það upp einhverra hluta vegna. Ég held að textinn segi í rauninni allt, sagan er nokkuð svona „straight-forward” eins og maður segir á góðri útlensku en þetta lag kemur beint frá hjartanu og er í rauninni blanda af ást og ástarsorg. Segir kannski svolítið frá því hvernig lífið gengur, smá upp og niður og það er ekki alltaf dans á rósum en stundum er maður heppin/n og finnur sinn förunaut snemma. Ég er allavega rosalega glöð og ánægð, ástfangin og lífið gengur vel um þessar mundir!

Auglýsing

Fyrir utan að vera í þessu sólóverkefni sínu, RAVEN er Hrafnhildur einnig í  söngtríói/hljómsveit sem heitir Náttsól: „Við tókum meðal annars þátt í Músíktilraunum og Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra og unnum Söngkeppnina! Sú tónlist er aðeins frábrugðin RAVEN tónlistinni en þó allt undir regnhlífarhugtakinu sem popp er.“

Við hlökkum til að fylgjast með Hrafnhildi Magneu því um er að ræða afskaplega flotta og hæfileikaríka unga konu!

Addið henni á Snap: Hrabbamagnea

Instagram: https://www.instagram.com/hrafnhildur_magnea/

Facebooksíða: https://www.facebook.com/hrabbaraven/

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!