KVENNABLAÐIÐ

10 heilsuvörur sem þú vilt ekki missa af í Costco

Ekki halda að Costco selji bara magnpakkningar af snakki og sælgæti, öðru nær. Heilmikið af heilsuvörum og heilnæmum mat fæst þar líka á fáránlega góðu verði og þar má líka finna lífræna hollustuvöru. Hér eru uppáhaldsheilsuvörurnar okkar eftir fyrstu opnunardagana:

Kirkland Kókosolían er algerlega í fyrsta sæti. 2.38 kíló á 2999 kall!

87bfeb8c5a7287ec7272ed206ddccfc1.1500

Lífræn jómfrúarolía sem er með léttum kókoskeim og frábær í matseldina, boostana, til að hreinsa af farða og maskara, í hárið, á kroppinn, til að bursta með tennurnar. Passið að nota alltaf tandurhrein áhöld í olíuna og skilja ekki eftir leyfar af öðrum matvælum í dósinni svo að hún skemmist ekki.

Okkur finnst best að skipta stórpakkningunni í glerkrukkur því það er gott að hafa kókosolíuna allstaðar, í eldhúsinu, á baðherberginu og á náttborðinu …

Kirkland Hnetusmjörið er ekki sykursæt drulla eins og maður á að venjast heldur lífrænt, kremað og alveg ómótstæðilega gott.

image-1

Hnetusmjör á brauðið, í baksturinn, með eplum, í boostana, í satay sósur, það er hægt að finna not fyrir hnetusmjör á ótal vegu og oftar en ekki er hnetusmjör sú vara sem oft klárast á heimilum en ekki lengur, því nú er hægt að kaupa nóg af því án þess að fara á hausinn.

Auglýsing

Kíló af Chia fræum á aðeins 749 krónur! Ég held að heilsubúðirnar megi fara að pakka saman!

18671793_10210954078661584_4774771055586087782_o

 

Chiagrautar eru vinsælir og við hjá Sykri höfum birt ótal uppskriftir þar sem Chia fræin koma við sögu. Chiafræin er góð möluð í boosta, sumir nota þau í heilsustaura (Bars) og þau eru full af Omega3 og eru sannkölluð ofurfæða!

 

Lífrænt Kínóa 2.4 kíló á 1579!

18740797_10154664431710975_1007838736936519843_n

Kínóa er ein próteinríkasta fæða sem hugsast getur og Kínóa má nota með mat í staðinn fyrir hrísgrjón. Kínóa er gott í salöt og kínóa er magnesíum- og járnríkt.

 

Ósykrað kókosvatn 12 fernur á 1799!

821254390_tp

Kókosvatn er stútfullt af næringarefnum og ákaflega svalandi. Það er fullt af pótassíum sem jafnar út blóðþrýstinginn, amínósýrum og B-vítamíni. Kókosvatn getur dregið úr höfuðverkjum og fótkrampa.

Auglýsing

Lífrænar gulrætur 2 kíló á 999!

18740169_10154664432085975_1756230424075901268_n

Gulrætur eru meinhollt snakk fyrir krakka á öllum aldri. Gulrætur eru góðar fyrir hárið, húðina og neglurnar. Gulrætur má nota í súpur og safa, kljúfa þær í fernt og nota í ídýfur. Góð kaup.

Kíló af fersku brokkólí þar sem þú færð bara hausana og borgar ekki fyrir stilkinn eins og annarsstaðar, kostar aðeins 749 krónur!

18664389_10154664431535975_6949010187520625860_n

Brokkolísúpur, Brokkolí og bræddur ostur, Brokkolí í salatið….

500 grömm af lífrænni engiferrót 459 krónur

18670788_10154664431625975_6643948030291650340_n

Engifer er allra meina bót, engifer í eldamennskuna, í te, í drykki og djúsa…engifer og sítróna við kvefi og hálsbólgu. Engifer má skera niður í sneiðar og frysta. Engin matarsóun takk.

Ósykruð möndlumjólk, seldar þrjár saman á 679 krónur

Screen Shot 2017-05-28 at 09.18.52

Kirkland D – vítamín

Screen Shot 2017-05-28 at 09.21.40

649 krónur fyrir 600 hylki hjá Costco. Krónan selur 120 hylki  frá NOW á yfir 1000 kall!

 

Þetta er bara brot af því besta og við höfum ekkert rætt um gæði ávaxta og berja, lífræna hvítlaukinn og grísku jógúrtina sem er margfalt betri en íslenska  MS jógúrtin og mun ódýrari en það er víst að heilsumeðvitaðir finna eitthvað við sitt hæfi í Costco! 

p.s sendið okkur ábendingar um vörur sem ykkur finnast æði í athugasemdakerfinu og gætu flokkast undir heilsuvörur!

 

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!