KVENNABLAÐIÐ

Fór á Facebook og sá að einhver hafði tilkynnt um meðgönguna á undan henni

Í heimi þar sem samfélagsmiðlar ráða miklu í lífi okkar getur það komið í bakið á okkur. Fólk kýs sjálft með hverjum það deilir fréttum en svo getur verið erfitt að stjórna því hvað aðrir gera. Tilvonandi móðir lenti í því að fara á Facebook komin 12 vikur á leið og þá var einhver búinn að tilkynna um væntanlegt barn…á undan henni.

Auglýsing

Kirsty McKenzie, sem skrifar á Mamamia, útskýrði hvernig hún og eiginmaður hennar hefðu verið að reyna að eignast barn í heilt ár þegar það loksins tókst og þau höfðu spennandi fréttir að færa fjölskyldu og nánum vinum. Þau sögðu þeim engöngu en vildu halda fréttunum leyndum aðeins lengur. Þau fóru í 12 vikna sónar en vildu ekki gera það opinbert strax.

„Okkur fannst betra að vera hálfnuð (komin 20 vikur á leið) til að tilkynna öðrum en okkar nánustu. Það var hinsvegar eitthvað sem okkur hlakkaði til, þegar rétti tíminn kæmi.“

Svo uppgötvaði Kirsty einn dag þegar hún opnaði Facebook að einhver annar hafði ákveðið að tilkynna um meðgönguna: „Ég var ekki bara í áfalli heldur varð ég afskaplega taugaóstyrk. Við vorum ekki tilbúin strax. Okkur fannst meðgangan ekki vera örugg ennþá. Þetta var allt of snemmt. Hvað ef  ég missti fóstrið? Ég var ekki tilbúin að þurfa að tilkynna slíkt heldur.“

Kirsty fékk ýmis skilaboð frá fólki sem spurði hvort hún væri ófrísk og af hverju hún hefði ekki tilkynnt það fyrr: „Margir óskuðu mér til hamingju en sumir voru leiðir að þeir hefðu frétt það hjá öðrum en okkur.“

Eins og þetta hafi ekki verið nóg fékk hún aftur að finna fyrir því. Barnið var fætt og tveir mismunandi aðilar tilkynntu barnsfæðinguna á Facebook áður en þau fengu tækifæri að segja vinum og fjölskyldu frá henni.

Auglýsing

Þau lærðu þó af reynslunni og þegar þau eignuðust sitt seinna barn hættu hjónin á samfélagsmiðlum og báðu vini og ættingja að segja ekkert fyrr en þau vildu það sjálf.

Kirsty biðlar til fólks að hugsa sig tvisvar um áður en það deilir myndum eða hamingjuóskum á síðu einhvers annars. Einnig segir hún að það ætti alltaf að biðja um leyfi áður: „Það gætu verið 100 ástæður þess að fólk vill ekki deila fréttunum strax. Það gæti verið saga um ófrjósemi, barnið gæti hafa fæðst andvana, það gæti verið hvað sem er. Þessvegna ætti fólk að passa sig þegar kemur að öðrum.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!