KVENNABLAÐIÐ

Söngkonan Cher nýtur þess ekki að eldast

Söngkonan dáða, Cher, er nú orðin sjötug. Hún lítur kannski ekki út fyrir það en hún játar í nýju viðtali við Billboard að henni líkar ekki að eldast: „Mér finnst ekki gaman að verða gömul. Ég er í sjokkið að ég geti hlaupið yfir svið á þessum aldri. Ég hélt ég ætti að vera dáin á þessum aldri!“

Auglýsing

Einnig sagðist hún ekki vera aðdáandi Cher (hennar sjálfrar) eða að vera íkon í tónlistarheiminum: „Ég er ekki aðdáandi Cher. Ég held að smekkur minn sé annar en hennar. Íkon (e. icon) er heimskulegt orð. Hlutirnir gerðust ekki á einfaldan hátt hjá mér, ég gerði fullt af mistökum.“

Cher og Sonny Bono
Cher og Sonny Bono

Þrátt fyrir að Cher eigi einn farsælasta feril sem söngkona í tónlistarheiminum – 25 metsöluplötur og meira en 100 milljón plötur seldar – segir hún að hún sjái ekki eftir mörgu: „Þegar ég hugsa um líf mitt var það gott líf. Það var erfitt. Það var klikkað. Það var tvinnað ótrúlegum, dýrmætum og sorglegum hlutum, eins og líf allra annarra.“

Auglýsing

Eitt nefnir hún sem henni fannst dýrmætt en það var skilnaðurinn við Sonny Bono árið 1975: „Kannski áttum við aldrei að gifta okkur. Sonny gat verið besta mannvera sem þú hittir – fyndnastur og yndislegastur. Eða ekki.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!