KVENNABLAÐIÐ

Madonna gagnrýnd fyrir myndbönd af tvíburunum hennar

Söngkonan Madonna ættleiddi tvíburastúlkurnar Stellu og Esther frá Malawi fyrir þremur mánuðum síðan. Þær eru fjögurra ára og tók söngkonan myndbönd af þeim syngja með umdeildu lagi Nicky Minaj, Anaconda. Systurnar voru að dilla rassinum við lagið og sungu: „Oh my gosh, look at her butt.“

Auglýsing

Margir hafa gagnrýnt Madonnu sem er nú orðin sex barna móðir fyrir að leyfa þeim að syngja með svo ögrandi lagi, en aðrir hafa látið sér það í léttu rúmi liggja. „Hvernig geturðu kennt litlum stelpum þetta? Að ala upp börn í kynsjúku samfélagi er nógu erfitt fyrir stelpur og konur, af hverju að neyða þær?“sagði einn Instagramnotandi en annar sagði: „Þetta er fyndið. Rassar eru fyndnir. Það er ekki kynferðislegt þegar krakkar syngja með.“

Í öðru myndbandi spyr Madonna stelpurnar hvar þær hafi lært lagið en þær halda bara áfram að syngja!

Auglýsing

Madonna á nú börnin Lourdes sem er tvítug, Rocco 16 ára, Mercy og David sem bæði eru 11 ára.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!