KVENNABLAÐIÐ

Eignuðust fimm börn á níu mánuðum

Ótrúlegt en satt: Hjónin Andy og Sarah Justice vildu ólm eignast fjölskyldu en áttu í erfiðleikum með að eignast barn. Tæknifróvgun var of kostnaðarsöm fyrir þau þannig þau ákváðu að lokum að horfa til ættleiðingar. Parið, sem er frá Tulsa, Oklahoma, voru frá sér numin af gleði þegar ófrísk kona skrifaði undir samning þess efnis að þau myndu fá barnið sem hún gekk með um leið og það yrði fætt.

Auglýsing

Sarah fór með móðurinni í sónar og beið spennt eftir að myndin birtist á skjánum. Læknarnir staðfestu að hún væri með barni….en ekki einungis einu. Konan var ófrísk að þríburum! Sem þýddi þá að Sarah og Andy myndu loks fá stóra fjölskyldu eins og þau óskuðu sér.

Joel, Hannan og Elizabeth fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann, og voru ekki nema rúm fimm merkur hvert. Var þeim haldið í hitakassa undir ströngu eftirliti. Viku eftir fæðinguna fór Söruh að líða illa. Hún pantaði tíma hjá lækni og var niðurstaðan sú að hún fór í sónar sjálf þennan dag. Ótrúlegt en satt fékk hún að vita að HÚN væri ólétt! Þau Andy voru vitanlega afar ánægð með þessar óvæntu gleðifréttir eftir allt sem þau höfðu gengið í gegnum.

Auglýsing

Tveimur mánuðum síðar fór Sarah aftur í sónar því þau vildu vita kyn barnsins. Hún hringdi um leið í Andy með fréttirnar: „Annað barnanna er drengur…,“ sagði hún. „ANNAR?!“ hrópaði Andy í símann!

Sjáðu þessa dásamlegu fjölskyldu í meðfylgjandi myndbandi:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!