KVENNABLAÐIÐ

„Drullugar“ gallabuxur til sölu á 45.000 kall

Undanfarna daga hefur fatarisinn Nordstrom verið skotspónn óvæginna brandara vegna gallabuxna sem til sölu eru hjá þeim…en þær eru þaktar gervidrullu. Kosta Barracuda gallabuxurnar „aðeins“ um 45.000 ISK, og þú lítur út fyrir að hafa verið að gefa svínunum, eða hafir dottið í skurð eftir of mikið djamm. Að vera drullugur upp fyrir haus er semsagt í tísku. Nordstrom hefur sagt að það sé einmitt málið; „Þú átt að sýna að þú sért ekki hræddur við að takast á við málin og verða svolítið skítugur.“

Auglýsing

drull3

 

Drullubuxurnar eiga að ná að fanga bandaríska verkamanninn sem hefur séð tímana tvenna. Það er þó pínu kaldhæðnislegt þar sem buxurnar eru búnar til í Portúga, af fyrirtæki sem heitir PRPS. Einnig framleiðir það jakka í stíl sem eru að sjálfsögðu seldi í Nordstrom líka.

drull2

Myndir af buxunum hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum: „Vá, ég lít út fyrir að hafa gefið svínunum, hjálpað til við að taka á móti kálfi og losað traktorinn, allt án þess að fara út úr BMW-inum mínum,“ skrifaði einn í kaldhæðni.

drull4

Nordstrom hefur eytt öllum leiðindakommentum af síðunni sinni en hindrar þó okkur ekki í að gera grín að þeim!

Auglýsing

drull1

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!