KVENNABLAÐIÐ

Átta atriði sem tákna nánast alltaf endalok sambands

Hvenær er komið að leiðarlokum sambands? Getur það verið að sakleysislegt athæfi eins og að skoða Instagram á kvöldin í rúminu sé að eyðileggja sambandið? „Rannsóknir sýna að það er fullt af litlum hlutum sem fólk gerir sem geta gefið til kynna stærri vandamál í samböndum,“ segir Carrie Cole, sambandsráðgjafi hjá Center for Relationship Wellness í Houston, Texas. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að þó þú eigir í vanda akkúrat núna þýðir það ekki endilega að fólk fari hvort sína leið. Önnur rannsókn sýnir að pör eru líklegri í dag að reyna að leysa vandann og hætta slæmum siður, nú frekar en fyrir 10 árum síðan.

Hér eru þessi átta atriði:

AÐ TALA ILLA UM HVORT ANNAÐ

Já, við erum ekki að tala um pör í menntaskóla heldur fullorðin pör. Að tala illa um hinn helminginn þegar hann er ekki nálægt (ekki að gera góðlátlegt grín) heldur eitthvað meira ætti að vera rautt flagg. Oftar tala konur þannig við vinkonur sínar, segir Cole: „Það getur undið upp á sig. Ef hinar tala illa um sína menn, freistast þær kannski til að segja: „Heldurðu að þinn sé slæmur? Bíddu þar til þú veist hvað minn gerir.““ Í raunveruleikanum varpar þetta ljósi á alvarlegri vanda og sýnir skort á virðingu gagnvart makanum, þrátt fyrir að hann muni aldrei vita hvernig þú talar. Getur þetta aukið á gagnrýni og andúð gagnvart honum.

Auglýsing

AÐ EINBLÍNA Á NEIKVÆÐA HLUTI SEM MAKINN GERIR

Ef þú átt til að bera t.d. þinn fyrrverandi/þína fyrrverandi saman við núverandi maka, eða óska þess að maki þinn væri líkari maka vinkonu/vinar er það slæmt merki: „Þó þú sért eingöngu að „punkta niður“ í hugsunum þínum getur það drepið sambandið á endanum,“ segir Cole. Ekki hugsa um að grasið sé grænna hinum megin, því ein manneskja mun aldrei hafa allt á óskalistanum. Sumir vina þinna gætu jafnvel öfundað þig fyrir makann vegna einhverra eiginleika! Reyndu alltaf að hugsa jákvætt um makann og þá góðu eiginleika sem hann hefur

AÐ SETJA SIG EKKI Í SPOR MAKANS

Pör sem ekki reyna að setja sig í spor makans sjá allt út frá sér sjálfum. Það er ekki gott merki, þó þið séuð ekkert alltaf sammála. Að sjá hlutina sem heild en ekki í einstefnu mun hjálpa öllum í fjölskyldunni.

AÐ RÍFAST HEIFTARLEGA

Ef þú ert að spjalla við makann og ferð allt í einu frá tilfinningaskala 0 upp í sextíu er slæmt merki. Þú munt hrekja makann á brott ef hann er ekki eins…og það drepur niður möguleikann á rökræðum og heilbrigðum samskiptum. Konur eru því miður líklegri til að fara yfir strikið tilfinningalega þegar kemur að því að ræða erfiða hluti. Karlmenn eiga auðveldara með að róa hlutina niður og horfa á ástandið án tilfinninga, á meðan konur eru líklegri til að bregðast við með tilfinningum. Þetta er auðveldara að segja en gera, en með æfingu og vakandi meðvitund er allt hægt.

Auglýsing

AÐ GETA EKKI HÆTT AÐ RÍFAST

Þið vitið hvernig pásu-takki er…þegar rifildi byrjar er oft erfitt að hætta. Best er þó að láta hlutina ekki fara í algert háaloft heldur að geta „ýtt á pásu“ þegar hlutirnir eru komnir í óefni. Annars fer fólk að öskra, gráta eða beita þagnarmeðferð og það er ekki gott fyrir sambandið, né líkamann! „Þegar slíkt gerist, eykst hjartslátturinn og í heilanum verða breytingar – þú getur farið í „fight or flight“ viðbrögðin í frumheilanum (eins og heilinn bregst við þegar um raunverulega hættu er að ræða). Þú missir því tengslin í við framheilann sem sér um samskipti og rökhugsun,“ segir Cole.

AÐ HALDA ALLTAF ANDLITI

Þegar þú ert að reyna að láta sem allt sé í lagi, á líkaminn til að svíkja þig. Röddin hljómar skrækari, augasteinarnir eru þandir og þú ert fölari…svo ertu kannski með falskt bros á vörum og hreyfir þig stirðlega: „Allt ber þess merki um að manneskjan sé í tilfinningalegu uppnámi og geti ekki átt í sönnum samskiptum við makann,“ segir Sue Johnson, Ph.D, höfundur bókarinnar Hold Me Tight: Seven Conversations for a Lifetime of Love. Ef þetta er aðferðin sem þú beitir í stað þess að segja makanum hvernig þér raunverulega líður t.d. varðandi að hann hafi boðið mömmu sinni að búa hjá ykkur í viku án þess að spyrja þig…ertu að skapa mynstur tilfinningalegs óheiðarleika. Makinn skilur þig ekki og getur þar af leiðandi ekki stutt þig eða leiðrétt vandamálið með þér.

AÐ RÍFAST ALDREI

Já, rifrildi kemur oft við sögu! Engar tvær manneskjur hafa nákvæmlega sömu skoðanir – alltaf. Sérfræðingar segja að slík sambönd deyi hægt og rólega… Þegar pör nenna ekki að ræða það sem er að eða truflar þau, þýðir það í raun að minni orka sé sett í sambandið og fólki sé orðið meira sama. Best er að leysa málin í stað þess að þagga þau niður. Það mun annars sjóða upp úr á endanum.

AÐ BÍÐA OF LENGI MEÐ AÐ LEYSA VANDAMÁL

Það er mjög algengt að fresta óþægilegum samræðum í samböndum og það er skiljanlegt – það er ekki nein skemmtun oftast nær. En að fresta samræðum er alls ekki gott merki: „Sum pör sem panta pararáðgjöf hafa beðið með að ræða hlutina að meðaltali í sex ár – það þýðir að eitrið hefur fengið að grassera það lengi að sambandið er orðið ónýtt,“ segir Johnson. Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að laga hlutina en því lengur sem fólk bíður, því erfiðara verður það.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!