KVENNABLAÐIÐ

Trúarreglan þar sem börn voru neydd til að taka LSD og hárið á þeim var litað ljóst

Ný heimildarmynd varpar ljósi á eftirlifendur trúarreglunnar sem kölluð var ‘The Family’ en þar var fremst í flokki Anne Hamilton-Byrne sem var glæsilegur jógakennari og misnotaði börn í nafni trúarinnar. Hópurinn sem einnig var kallaður Great White Brotherhood og var stofnaður um miðjan sjöunda áratuginn. Anne tók mikið af ofskynjunarlyfinu LSD og neyddi börnin til að taka það líka. Stóð hún í þeirri trú að þriðja heimsstyrjöldin væri á leiðinni og hún þyrfti að safna að sér börnum til að mannkynið myndi ekki deyja út.

Auglýsing

The-Family

Börnin voru geymd í skóla í miðjum óbyggðum sem kallaður var Uptop í Victoria, Ástralíu. Þar voru a.m.k. 14 af „börnum“ Anne búsett og þar ól hún þau upp – sum voru ættleidd eða gefin henni og trúarreglunni. Litaði hún hárið á þeim ljóst og klippti þau öll eins, þar sem hún stóð í þeirri trú að þau þyrftu að líkjast henni og taldi hún sig Krist endurfæddan. Þau hétu öll Anne og áttu að hegða sér eins og systkini.

cult3

Anne réð til sín fagfólk á borð við lækna, lögfræðinga, hjúkrunarfræðinga, arkitekta og vísindamenn. Furðulegt andrúmsloft ríkti og voru börnin beitt ofbeldi. Samkvæmt nýrri bók og heimildarmynd er nú öll sagan sögð frá fyrrverandi meðlimum: „Oft var kyrrðin rofin með öskrum og látum. Börnin vissu ekki hvernig þau áttu að sleppa við refsingu þar sem reglunum var stöðugt breytt. Þau máttu ekki segja að þau væru óhamingjusöm. Þau voru kvíðin og hrædd. Þau voru þögul og kyrrlát, lærðu hjálparleysi þar sem fullorðna fólkið hafði öll völd.“

cult

Kynferðisbrot og eiturlyfjaneysla varð þeim daglegt brauð og það var ekki fyrr en árið 1987 að lögreglan leysti upp hópinn. Þá höfðu börnin engin tengsl við umheiminn og höfðu verið barin og svelt.

cult5

Í dag er Anne enn á lífi og býr á hjúkrunarheimili í Ástralíu. Hún á enn eignir sem metnar eru á milljónir og hefur ekki hlotið nema vægan dóm. Hún er ein af fáum konum sem hafa stjórnað trúarreglum svo vitað sé með þessum hætti.

Auglýsing