KVENNABLAÐIÐ

Engin brúðarterta, bara pizza: Tveir pizzaunnendur gengu að eiga hvort annað!

Er þetta ekki frábær hugmynd? Jess Meleara og Tony Sanchez gengu að eiga hvort annað á dögunum en höfðu ekki hefðbundna brúðartertu heldur „pizzutertu!“ Gengu þau að eiga hvort annað í kvennaklúbbnum í Coconut Grove í Miami, Flórída, samkvæmt HuffingtonPost. Þau kynntust í menntaskóla og gengu í hjónaband í desember. Þau ákváðu að hafa ekki hefðbundna brúðartertu heldur óskuðu þess að gestir nytu pizzu í staðinn, þar sem hún er þeirra uppáhald: „Hún var dásamlega góð, pizzudraumar eru gerðir úr þessari pizzu!“ sögðu nýbökuðu hjónin.

pizz1

pizz2

pizz3

pizz4

pizz6

Er þetta ekki frábær hugmynd? Hvers vegna að sætta sig við eitthvað staðlað þegar eitthvað annað einkennir brúðhjónin frekar en annað? Við styðjum þetta!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!