KVENNABLAÐIÐ

Manneskja sem heldur framhjá mun sennilega gera það aftur, segja vísindin

Þeir sem halda framhjá munu gera það aftur, höfum við oft heyrt. Nú virðast vísindin einnig styðja þessa kenningu. Fólk sem ekki er heiðarlegt á kynferðissviðinu mun ekki láta sér segjast. Hvort sem þú trúir því eða ekki er nú rannsókn sem segir að í heila þess sem heldur framhjá er tenging milli óheiðarleika og þess hvernig hann sér hlutina. Heilinn aðlagast óheiðarleikanum, svo að segja.

Auglýsing

Victor Solomin sem framkvæmdi rannsóknina segir að í hvert skipti sem manneskja lýgur, því minni sektarkennd fær hún: „Hluti heilans sem kallast amygdala stjórnar því hvernig okkur líður þegar við ljúgum…en í hvert skipti sem við erum óheiðarleg minnkar viðbragðið, við finnum sífellt fyrir minni sektarkennd.“

fram2

Það þarf nánari rannsóknir á þessu í samböndum en Neil Garret, meðhöfundur rannsóknarinnar, segir að það sé afar líklegt að svipað gerist þegar manneskja heldur framhjá: „Hugmyndin er sú að í fyrsta sinn sem við höldum framhjá líður okkur illa. Í næsta skipti líður okkur ekki eins illa og þannig geta hlutirnir undið upp á sig og farið er að halda framhjá í stórum stíl.“

Auglýsing

Þeir sem halda framhjá oft, venjast því og heili þeirra sömuleiðis og þeim hættir að líða illa vegna athafna þeirra. Svo er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að þeim hafi ekki liðið illa frá byrjun, en það er önnur saga.

Litlar hvítar lygar, sama hversu ómerkilegar þær eru, hvort sem þú notar þær á foreldra, maka, vini eða samstarfsfélaga geta því orðið stærri og stærri því við förum að eiga betur við þær.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!