KVENNABLAÐIÐ

Frábærar fréttir af Harry prins og Meghan Markle!

Prince Harry og Meghan Markle eru að sjálfsögðu heitasta parið í umræðunni þessa dagana, enda um algerar dúllur að ræða. Í síðustu viku tók hann kærustuna á stefnumót á sögusafnið Natural History Museum. Fengu þau einkatúr með sínum eigin leiðsögumanni og þykir safnið rómantísk, dimmt með öllum risaeðlunum. Ekki er verra að hafa safnið út af fyrir sig! Prins Harry er að láta útbúa trúlofunarhringa en hafa þau verið saman í 9 mánuði.

Ætlar hann að kynna Meghan fyrir Elísabetu drottningu á mæðradaginn. Það er greinilega allt að gerast hjá þeim en einar góðar fréttir í viðbót: Þau eru að fara að flytja inn saman! Í sumar mun Meghan leika í Suits þáttunum og eftir það flytjast inn í íbúð í Kensingtonhöll, samkvæmt Marie Claire. Er hún nálægt nýja heimili Vilhjálms og Kate en þau flytja inn í september.

Harry bíður eftir að íbúðin verði tilbúin og stoppar oft við á byggingarsvæðinu og spyr hvenær allt verði tilbúið! Er hann því greinilega spenntur að flytja inn með elskunni sinni.

Það lítur út fyrir konunglegt brúðkaup á næstunni!