KVENNABLAÐIÐ

Stjörnur úr Orange is the New Black gifta sig!

Orange is the New Black stjörnirnar Lauren Morelli og Samira Wiley hafa nú gengið í hnappelduna eftir að hafa trúlofað sig í fyrra. Brúðkaupið var haldið með nánustu vinum og fjölskyldu. Foreldrar Samiru eru prestar í Covenant Baptistakirkjunni í Washington DC og var brúðkaupið haldið í Palm Springs í Kaliforníu á laugardaginn síðastliðinn.

Auglýsing

Samira leikur Poussey Washington í OITNB, póstaði mynd af sér í fyrra á Instagram með þessu eina orði: „Yes.“ Lauren er einn af höfundum handrits OITNB.

Fallegar og ástfangnar!
Fallegar og ástfangnar!

Parið varð ástfangið á setti þáttanna sem sýndir eru á Netflix og Lauren var þá gift manni. Hún áttaði sig á að hún yrði að koma út úr skápnum og sagði að þetta hefði verið eins og ferð Piper, aðalpersónunnar í þáttunum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!