KVENNABLAÐIÐ

Sjö atriði sem fólk tekur eftir þegar það kemur í heimsókn til þín

Glöggt er gests augað segir máltækið: Ný könnun sýnir hvað fólki raunverulega finnst þegar það kemur inn á heimilið til þín. Því miður er drasl á listanum og JÁ, fólk tekur eftir því! Það er fátt sem stolt fólk á erfiðara með en óvæntur gestur sem kemur í heimsókn þegar allt er ekki „spikk og span.“ Á meðan þú hefur áhyggjur af fatafjallinu sem á eftir að ganga frá í stofunni eða sprungu í veggnum – hvað er það samt raunverulega sem fólk tekur eftir?

Innanhússhönnuðir hjá vefsíðunni My Domaine  gerðu könnun meðal notenda hvað það væri sem fólk tæki virkilega eftir. Hér eru þessi sjö atriði:

  1. Listaverk og bækur

  2. Lýsing

  3. Uppröðun húsgagna

  4. Lykt

  5. Drasl og óhreinindi

  6. Plöntur

  7. Liturinn á veggjunum

Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að þrátt fyrir að fólk taki eftir draslinu sér það það í jákvæðu ljósi og hugsar um sín eigin heimili (sem eru oftast langt frá því að vera fullkomin) og það lætur það kunna að meta sitt eigið heimili betur.

Auglýsing

home veggir

Ef þú hefur valið skæra liti á veggina mun fólk hafa skoðun á því, á því leikur enginn vafi. Ef þú hefur valið rauðan eða brúnan fer það oft illa í fólk en grátónar eru líka mjög umdeildir. Haltu þig við náttúrulega liti ef þú vilt ekki vekja nein viðbrögð!

Uppröðun húsgagna

Fólk játar að hafa raðað upp húsgögnunum öðruvísi í huganum ef það er ósátt við uppröðun húseigandans. Þeim finnst líka óþægilegt ef myndum er komið fyrir of hátt/lágt á veggjum eða hróplegt ósamræmi er milli herbergja íbúðarinnar.

home lysing

Lýsing

Sumir játa að taka ekkert eftir húsgögnum eða göllum á veggjum eða þessháttar en lýsingin er það fyrsta sem það tekur eftir. Náttúruleg, hlutlaus lýsing mun vera þér í hag en ef þú þarft að „feika það“ er gott að kveikja á kertum eða mildum kösturum með dimmer.

Fólki líkar illa ónáttúrulegt ljós, t.d. af tölvuskjáum eða sjónvarpsskjám.

home ilmur

Góður ilmur

Ef þú ert með svokallaðan „diffuser“ (ilmolía í flösku með bambusgreinum upp úr) eða góð ilmkerti þarftu ekki að hafa áhyggjur að heilla ekki gestina. Svo er auðvitað gamla sagan: Ef þú ert að selja íbúðina þína, bakaðu eitthvað gott svo fólkið heillist ómeðvitað upp úr skónum vegna dásamlegs ilms!

Ef húsið ilmar illa af reykingalykt/óþrifnaði geturðu verið viss um að fólk man eftir því líka.

home plöntur

Plöntur

Fólk tekur eftir plöntum á heimili fólks. Ef þær eru áberandi og skera sig úr vekur það vellíðunartilfinningu. Að sama skapi ef plönturnar eru visnaðar og við það að drepast…tja, það segir líka sitt gagnvart fólki!

Auglýsing

art

Listaverk og bækur

Svo virðist sem fólk taki vel eftir því sem hangir á veggjunum á heimilum sem það heimsækir. Vertu viss um að á veggjunum hangi eitthvað sem þú ert stolt/ur af ef þú vilt heilla fólk. Það virkilega fangar auga gestsins strax. Sumir segja að þeir sjái strax það sem er á veggjum og í hillum hjá fólki. Margir benda á að listaverk og bækur segi mjög mikið um þann sem á heima þar, svo ef þú ert á þeim buxunum, ættirðu kannski að safna smá Laxness eða Shakespeare!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!