KVENNABLAÐIÐ

Grænar uppskriftir: Ókeypis skjal handa þér frá Nýju lífi og Nýrri þú þjálfuninni!

„Að bæta við meira af grænu er lykilatriðið að aukinni orku, minni verkjum og til að komast í form á fljótlegan en náttúrulegan hátt,” segir Júlía. Enda er þetta eitt af fyrstu skrefunum í þjálfun hennar Nýtt líf og Ný þú sem fer að hefjast í sjöunda sinn en hópurinn byrjar svo á þriggja vikna einfaldri matarhreinsun.

Nýtt líf og Ný þú þjálfunin sem Júlía heilsumarkþjálfi stendur fyrir hefur hjálpað hundruðum kvenna og hjóna hafa náð að skapa sér varanlegan lífsstíl með meiri orku, vellíðan og sátt með því að leggja áherslu á breytingar í mataræði, hreyfingu og hugarfari því það helst allt í hendur við heilsuna. Má sækja frekari upplýsingar um þjálfunina hér!

Júlía glímdi frá unga aldri við ýmsa heilsukvilla frá unga aldri þ.á.m iðruólgu og síðar glímdi hún við liðverki, latan skjaldkirtil sem og orkuleysi. Varð það kveikjan að fara útí heilsufræðina og með heilbrigðum lífsstíl og mataræði glímir Júlía ekki lengur við áðurnefnda kvilla og hefur haft eins góða heilsu og hún hefur í dag.

Auglýsing

Júlía menntaði sig í kjölfar lífsstílbreytinganna sem heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, markþjálfi og hráfæðiskokkur, og stofnaði fyrirtækið Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun.

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhagasalat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa og minnka bjúg, styrkja þarmaflóruna, bæta orku líkamans, byggja upp ónæmiskerfið, minnka kviðfitu og draga fram náttúrulegan ljóma!

Grænt salat hjálpar einnig til við að slá á sykurlöngun vegna beiska bragðsins sem kemur frá þeim, svo er það líka rosalega steinefnaríkt, ríkt af trefjum og próteini!

Það er auki innihalda grænu laufblöðin kalsíum, magnesíum, járni, fosfati, kalíum, zinki og A,C,E og K vítamínum. Hér er uppskrift af dásamlegri orkubombu sem inniheldur bæði grænt salat og íslensk krækiber!

berjarbomba

 Krækiberjabomba fyrir meiri orku og hreinsun

 

2 góð handfylli af blaðgrænu (spínat/lambhagasalat)

 

1 bolli möndlumjólk (uppskrift neðar eða notið aðkeypta)

 

1 banani

 

2 msk chia fræ lögð í bleyti

 

Græn duft (t.d blanda frá Kiki sem fæst á Gló)

 

1/2 bolli íslensk krækiber, frosin

 

1/4 bolli (eða meira) hindber, frosin

 

1 tsk kókosolía brædd

 

Möndlumjólk

 

50 gr möndlur

 

4 bollar Vatn

 

himalaya salt á hnífsodd eða/og 2-3 steviu dropa frá via health steviu

 

Útbúið möndlumjólk með því að setja möndlur og vatn í blandara og hræra þar til kekkjalaust. Smakkið og bætið við salti eða/og steviu dropum. Hægt er að drekka möndlumjólkina beint úr blandaranum eða setja í hana gegnum grisjupoka til að fá hana tæra. Skiljið c.a. 1 bolla af möndlumjólkinni eftir í blandarakönnunni og geymið rest í kæli. Möndlumjólk geymist fersk í 3-5 daga.

Auglýsing

Bætið næst öllum innihaldsefnum nema kókosolíu við í blandarakönnuna og hrærið (Það að blanda grænu salati í blandara auðveldar líkamanum upptöku næringarefna). Rétt undir lokin má bæta við kókosolíunni og hræra örlítið en kókosolían harðnar hratt ef hún er sett saman með frosnum berjum.

Hér má svo sækja leiðarvísi með fleiri girnilegum og grænum uppskriftum, fróðleik og stuttu hreinsunarprófi svo þú sjáir betur hvar líkami þinn og heilsa eru stödd. Með skráningu má einnig læra betur um 4 mánaða þjálfunina Nýtt líf og Ný þú þjálfun.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!