KVENNABLAÐIÐ

Nauðgaði konu hrottalega í almenningsgarði og fór svo í sitt eigið brúðkaup

Breskur maður hefur játað hrottalega nauðgun og pyntingar á konu í almenningsgarði, en nokkrum klukkutímum síðar mætti hann í eigið brúðkaup þar sem hann gekk að eiga ófríska konu sína.

Derry Flynn McCann, 28, játaði fyrir dómi að hafa nauðgað konunni. Derry elti konu sem var á leið heim af listasýningu í janúar og rétt áður en hún náði heim réðist hann á hana, grunlausa.

Auglýsing
Darry og konan hans á brúðkaupsdaginn
Darry og konan hans á brúðkaupsdaginn

Hélt hann konunni í gíslingu, barði hana reglubundið, niðurlægði hana, nauðgaði og tók símann hennar af henni, tók af henni myndir og stal svo símanum að lokum. Lét hann fórnarlambið giska á hvað hann ætlaði að gera við hana næst og „lék leiki“ samkvæmt dómnum. Konan slapp eftir nokkra klukkutíma um morgunbil en seinna sama dag gekk Derry í hjónaband með ófrískri unnustu sinni.

Auglýsing

Svo póstaði hann myndum úr brúðkaupinu á Facebook. Saksóknari sagði: „Þetta var hryllileg, ofbeldisfull árás og nauðgun manns sem nærist á ótta og þjáningu. Ég vil þakka fórnarlambinu fyrir að kæra og vonandi með réttlætinu fái hún einhvern frið.“

Derry Flynn var nýsloppinn úr fangelsi vegna nauðgunar sem hann framdi þegar hann var unglingur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!