KVENNABLAÐIÐ

Í þessu sænska fyrirtæki er enginn yfirmaður!

Þurfa fyrirtæki sterkan leiðtoga í erfiðu samkeppnisumhverfi? Margir myndu svara þessari spurningu afdráttarlaust játandi en þetta sænska hugbúnaðarfyrirtæki er ekki sammála. Þau hafa engan yfirmann, enginn segir þeim hvað þau eiga að gera heldur halda 40 starfsmenn fundi og ákveða saman hvað skuli gera.

Crisp heitir fyrirtækið og hefur öðlast heimsfrægð fyrir fyrirkomulagið. Það hefur einnig breytt ýmsu í hefðbundnum fyrirtækjarekstri. Yassal Sundman, kerfisfræðingur hjá Crisp segir í viðtali við BBC: „Við sögðum við hvort annað – „hvað ef við hefðum engan yfirmann – hvernig myndi það virka?“ og fórum að skrá niður hvað yfirmaður eða forstjóri myndi gera. Þau sáu fljótlega að margar skyldur sem sá einstaklingur þyrfti að hafa voru þær sömu og félli undir verkahring starfsmannanna.

Auglýsing

Þannig þau ákváðu að prófa þessa yfirmannslausu tilraun.

Crisp-company

 

Hvernig fara svo hlutirnir fram í fyrirtækinu? Þar sem enginn er til að „skamma“ ef illa fer tekur starfsfólkið mikla ábyrgð sjálft. Þau hafa heilmikla hvatningu til að standa sig. Þau fá alltaf tækifæri á að útskýra sína hlið og sannfæra aðra.

Crisp-company2

 

Sænska fyrirtækið er meira eins og fjölskylda…enginn segir öðrum fyrir verkum en óskrifuð regla er sú að þú „ruslar ekki til heima,“ eins og Sundman orðar það.

Tvisvar til þrisvar á ári heldur Crisp fjögurra daga fundi þar sem þau ákveða mikilvæg mál sem varða alla. Samt er starfsfólkið oftast hvatt til að taka sínar eigin, sjálfstæðu ákvarðanir. Þau hafa líka einskonar neyðarnefnd, sem er síðasta úrræðið, í því skyni að bregðast við ef allt fer á versta veg.

Crisp-company3

 

Hingað til hefur yfirmannsleysið ekki háð fyrirtækinu. Þau þurfa ekki að fá samþykki yfirmanns til að gera einhverjar ráðstafanir sem þýðir að hlutirnir gerast á meiri hraða og viðskiptavinir eru ánægðir. Starfsmennirnir eru líka glaðari, á kvarðanum 1-5 fá þau einkunnina 4,1.

Auglýsing

Crisp vonast til að vera hvatning fyrir önnur fyrirtæki en veit að þetta fyrirkomulag hentar frekar smærri fyrirtækjum. Frelsið getur líka verið yfirþyrmandi á stundum…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!