KVENNABLAÐIÐ

Seldi allar eigur sínar og flaug yfir hálfan hnöttinn til að giftast manni sem hún hafði aldrei séð

Á Valentínusardag árið 2016 flaug Evangelina Tsa frá Bretlandi til Ontario, Kananda til að giftast unnusta sínum á netinu, Darryl Fancey. Ætlaði Evangelina sem er 41 árs að giftast honum á flugvellinum.

Þrátt fyrir að hafa selt allar eigur sínar fór brúðkaupið aldrei fram því Darryl var að hitta aðra konu (sem hann reyndar neitar).

Nú, nákvæmlega ári seinna segist Eva þakklát fyrir árið í lífi sínu því hún hefur breyst, að eigin sögn, stórkostlega og öðlast „jákvætt viðhorf til lífsins, aukinn viljastyrk og áræðni.”

Auglýsing
Evangelina
Evangelina

Nú einbeitir hún sér að tónlistarferli sínum og gaf út lag í gær, á Valentínusardag, sem heitir ‘He Ain’t Mine’. Annað lag er í bígerð með Pete Hammond sem kemur út í lok febrúar og plata mun verða gefin út síðar á árinu.

Darryl
Darryl

Segir Eva í viðtali við Mirror Online að þegar hún horfi til baka skammist hún sín…hún trúði manninum og hann sveik hana: „Ég er samt þakklát fyrir þessa reynslu. Hún gerði mig sterkari.”

Auglýsing

Í fyrra skrifaði Darryl langa færslu um að Evangelina væri að bulla með þetta allt saman, bæði sambandið, trúlofunina og brúðkaupið: „Ég heyrði þessar sögusagnir en kaus að þegja í von um að geðveikin myndi líða hjá.”

eva5

Evangelina birti þá mynd af trúlofunarhringnum ásamt skilaboðum frá honum. Hún hafði selt íbúðina sína og allar eigur, þar með talið píanó til að kaupa flug aðra leið til Kanada.

eva9

Eva og Darryl voru vinir á Facebook og addaði hann henni. Hann minnti hana á fyrrverandi kærasta hennar frá því fyrir nokkrum árum síðan: „Ég hélt þetta væri hann og svaraði því skilaboðunum.” Þau töluðu saman á Facebook ásamt því að Eva eyddi dágóðri summu í símtöl yfir hnöttinn. Bað Darryl hennar á Facebook og játaðist hún honum samstundis.

Þrátt fyrir að aðrar konur hefðu varað hana við honum í gegnum einkaskilaboð á Facebook hélt hún sig við áætlunina, líka þó að hann væri orðinn frekar fjarlægur að hennar sögn.

eva6

„Við töluðum saman nokkrum sinnum á dag. Ég hélt við værum svo náin. Ég trúði þessu ekki,” segir Evangelina en einbeitir sér að sólóferlinum um þessar mundir.