KVENNABLAÐIÐ

Yfirstjórnin í Eurovision segir af sér: Keppnin í uppnámi

21 sagði upp í aðalstjórn Eurovision keppninnar sem haldin verður eftir 90 daga. Framkvæmdastjórarnir Oleksandr Kharebin og Victoria Romanova hafa nú undirritað afsagnarbréf sín.

Einstaklingarnir sem skrifa undir bréfið finnst að þeir séu orðnir valdalausir eftir að nýlegur útnefndur útsendingarstjóri tók við og hefur hann því öll völd hvað varðar keppnina í Úkraínu. Öll vinna í kringum keppnina stöðvaðist í tvo mánuði og gátu þau ekkert unnið. Þau sætta sig ekki við slíkt og sjá ekki hvernig þau geta unnið áfram við verkefnið, við undirbúning og framkvæmd Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva áfram.

EBU sendi frá sér tilkynningu þess efnis að um breytingar á starfsmannahaldi væri að ræða og gerði frekar lítið úr því að um alvarlegt mál væri að ræða. Ef horft er til þess að aðeins 90 dagar eru til keppninnar hlýtur allt sem snýr að starfsmannahaldi að vera frekar alvarlegt mál.

Við leituðum til Hildar Tryggvadóttur Flóvenz sem er ritstjóri Alls um Júróvisjon (www.jurovisjon.is) og Eurovision aðdáanda til að fá svar við þeirri spurningu um hvaða áhrif afsögn Eurovision teymisins hjá úkraínska sjónvarpinu kunni að hafa á keppnina í ár. Hildur segir:

„Það er auðvitað alltaf bagalegt þegar teymi sem undirbýr stórviðburði hættir á miðri leið, hvort sem það er allt teymi eða stór hluti þess og misjafnt hvaða áhrif það hefur. Hvort þetta hefur einhver grundvallaráhrif á skipulagningu Eurovision í vor veit maður náttúrlega ekki en vonar auðvitað bara það besta enda Eurovision stórskemmtilegur menningaviðburður sem búið er að halda óslitið í 60 ár. Nú heldur maður bara áfram að fylgjast með og undirbýr sig í leiðinni fyrir Söngvakeppnina hér heima sem stefnir í að verði frábær. „

 

Undankeppni Eurovision á Íslandi um hvaða lag fer áfram fyrir Íslands hönd verður þann 11. mars 2017.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!