KVENNABLAÐIÐ

Leyndarmálið að baki fallegu og heilbrigðu sambandi

Þessi litla saga er ótrúlega hjartnæm og geta allir skilið og tengt við. Maðurinn kemur heim úr vinnunni og konan hefur útbúið böku handa honum. Hún var ekki lítið brennd, heldur svört. Maðurinn borðaði bökuna og þakkaði fyrir matinn. Sonur þeirra horfði á með athygli og spurði svo pabba sinn hvort hann hefði meint það sem hann sagði. Pabbinn sagði honum þá að mamma hefði verið þreytt og átt erfiðan dag. Hefði hann sagt eitthvað neikvætt hefði það sært hana. Við ættum því ekki að einblína á mistök annarra, heldur á það sem vel er gert. Það er lykillinn að heilbrigðu og fallegu sambandi!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!