KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Mischa Barton lögð inn á geðspítala eftir óútreiknanlega hegðun

Mischa Barton hefur nú verið lögð inn á geðsjúkrahús eftir að nágrannar hennar sáu hana hanga yfir grindverk í bakgarði sínum þar sem hún öskraði að heimsendir væri í nánd og mamma hennar væri norn. Gerðist atvikið á þriðjudagsmorgun í vikunni. Mischa gerði garðinn frægan á sínum tíma í þáttunum OC og er 31 árs. Fór hún sjálfviljug á spítalann eftir að lögregla og slökkviliðsmenn höfðu afskipti af ástandinu. Var í fyrstu haldið að hún væri í sjálfsvígshættu eða hefði tekið inn of mikið af eiturlyfjum.

mis2

Auglýsing

mis3

Leikkonan var ekki í neinu öðru en bol með bindi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mischa hefur oft þurft að leita sér hjálpar vegna andlegra vandamála. Lög í Kaliforníuríki (5150) leyfa sálfræðingi að loka skjólstæðing inni ef hann er hættulegur sjálfum sér og/eða öðrum. Mischa hafði þetta um málið að segja: „Ef þeir halda að þú sért þunglynd eða hættuleg sjálfri þér geta þeir beitt 5150 ákvæðinu. Ég er dauðhrædd við nálar og þeir vildu dæla í mig lyfjum þegar ég harðneitaði og lenti í slagsmálum við starfsmennina og þess vegna var 5150 beitt á mig.“

Nuala og Mischa meðan allt lék í lyndi
Nuala og Mischa meðan allt lék í lyndi

Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leikkonan úthrópar móður sína Nuala heldur – árið 2015 fór hún í mál við hana og hélt því fram að hún hafði stolið peningum frá henni. Var það vegna sölu á höll í Beverly Hills sem þær eiga saman og er metin á 7 milljónir dala. Móðir hennar er einnig skráð fyrir eigninni og tók hún ýmis lán, án vitundar Mischu, og veðsetti það upp í topp. Sagði hún að móðir hennar „notaði hana sem hraðbanka.“ Húsið hefur nú verið selt.

Auglýsing

Mischa Barton fæddist í London en flutti til Bandaríkjanna þegar hún var fimm ára. Leikferillinn hófst þegar hún var átta ára og lék hún í myndum á broð við Sixth Sense og Notting Hill. Ferillinn fór þó á flug þegar hún lék í táningadramaþáttunum The OC.

Mynd sem tekin var í síðasta mánuði
Mynd sem tekin var í síðasta mánuði

Frami hennar fór þó hnignandi þegar hún fór að drekka og nota eiturlyf ótæpilega. Hún var handtekin fyrir að keyra undir áhrifum árið 2007 og tveimur árum seinna eftir að foreldrar hennar höfðu afskipti af henni, fékk hún taugaáfall og var lokuð inni á geðsjúkrahúsi eftir sjálfsvígshótanir.

Árið 2009 fór húsið hennar á nauðungaruppboð eftir að hún hafði ekki borgað af því í fimm mánuði. Einnig fór framleiðendur kvikmyndarinnar Promoted í mál við hana eftir fyrirframgreiðslu en svo mætti hún aldrei í vinnuna. Fyrrum leigusali fór einnig í mál við hana þar sem hún hafði ekki greitt 7000 dala leigu á mánuði í fimm mánuði. Lögfræðilegir erfiðleikar eru taldir hafa haft þauð áhrif að hún er heimilislaus í dag og á ekki krónu. Mischa reyndi að taka þátt í þáttunum Dancing With The Stars en eftir þrjá þætti var hún send heim.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!