KVENNABLAÐIÐ

Scarface verður endurgerð með Leonardo DiCaprio og Sofia Vergara í aðalhlutverkum

Universal Studios, eitt stærsta kvikmyndaver í Hollywood hefur nú tilkynnt að það hyggist leggjast í endurgerð einnar bestu mynd allra tíma, Scarface. Í aðalhlutverkum verða Leonardo DiCaprio og Sofia Vergara. Upprunalega myndin var gefin út árið 1983 og segir söguna af Tony Montana, kúbverskum innflytjanda sem varð valda- og umsvifamikill eiturlyfjakóngur og er hún í miklum hávegum höfð hjá „költ-unnendum“ kvikmynda.

Auglýsing

 

Í fréttatilkynningu Universal Studios segir að ákveðið hefði verið að endurgera myndina árið 2002, en þeir hafi ekki getað fundið neinn arftaka Al Pacino í hlutverkið. Brian De Palma, leikstjóri upprunalegu myndarinnar, segir að það sé óskráð regla að kynna eldri myndir fyrir yngri kynslóðum – endurgera þær og engin skömm sé að því heldur gott tækifæri til að búa til nýja og spennandi útgáfu. Þetta hafi verið á teikniborðinu í 15 ár og þegar hann sá Wolf of Wallstreet með DiCaprio vissi hann að þetta væri leikarinn til að leika Tony Montana.

Mun kvikmyndin hafa sömu sögu og upprunalega myndin en handritið verður endurgert.

Kvikmyndaunnendur geta tjáð sig um endurgerðina á samfélagsmiðlum undir kassamerkinu #ScarfaceRemake

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!